Andvari - 01.01.2000, Side 135
ANDVARI
SAMFERÐA í SÓKN TIL SJÁLFSTÆÐIS
133
hafi verið í kunningsskap við Þórberg Þórðarson. Segist hann hafa fengið
sent eintak af Bréfi til Láru frá Þórbergi en af orðum hans má skilja að
hann hafi ekki verið fær um að lesa bókina og einkum virt fyrir sér prent-
letur hennar.34
Þetta er nefnt hér því að í höfundarkynningu um McGill í einni grein-
anna í Eimreiðinni er fullyrt að hann hafi lært íslensku tilsagnarlaustog
sjálfur sagði hann að þeir sem alist hefðu upp við skosku ættu auðveldara
með að skilja íslensku en hinir sem talað hefðu ensku frá barnæsku.6 Ekki
gat hann þó skrifað greinar sínar í Eimreiðina á íslensku og þýddi Jakob
Jóh. Smári að minnsta kosti eina þeirra úr ensku.’7
McGill mun hafa haldið nokkra fyrirlestra um ísland í Skotlandi á þess-
um árum38 og fjöldamargar greinar hans um sama efni í tímarit eins og
Columba og The Scottish Educational Journal vöktu talsverða athygli þar
ytra.39 Þótti ritgerð McGills um viðskipti íslendinga og Breta á fyrri öldum,
„The English in Iceland: Eld Gamla Isafold“, svo athyglisverð að hún afl-
aði honum verðlauna sem Glasgow-háskóli veitti í minningu Roberts
Lockes Bremners norrænufræðings árið 1925.40
Greint var frá þessari upphefð McGills í Vísi og fullyrt að lítill vafi léki á
því að fjöldi manna á íslandi samgleddist honum . . yfir heiðri þeim, sem
honum hefir hlotnast með því að vinna þessi verðlaun, enda er ekki ör-
grannt að við verðum þess heiðurs einnig aðnjótandi að nokkru þótt óbein-
línis sé.“ Fram kemur í fréttinni, sem líklegt er að Snæbjörn Jónsson hafi
skrifað, að McGill hyggist halda áfram að skrifa viðskiptasögu Bretlands
°g íslands og hann hafi hlotið bæði hvatningu og stuðning frá Verslunar-
ráði fslands og breska konsúlnum í Reykjavík til verksins.41
Greinar McGills í The Scottish Educational Journal eru að mörgu leyti
rnerkasta framlag hans til kynningar íslands á erlendri grundu. í ritgerðinni
„Eld Gamla Isafold“, vakti hann máls á því hversu friðsamlega íslendingar
°g Danir hefðu hagað aðskilnaði sínum 1918. Hann kvaðst lengi hafa lang-
að til að koma höndum yfir yfirlitsrit um íslandssögu á ensku og það hefði
því reynst mikill hvalreki er hann komst í kynni við nýja og ítarlega ís-
landssögu Knuts Gjersets.42 Sagði hann bókina vera himnasendingu fyrir
hvern þann sem vildi kynna sér sögu íslands frá upphafi byggðar, ferðir
víkinga vestur um haf, hina merku íslensku skáldskaparhefð og hvernig ís-
lendingum hafði á endanum tekist að tryggja sér sjálfstæði.43
McGill ræddi verslunarsamskipti Skotlands og íslands í næstu grein sinni
°g velti því einkanlega fyrir sér hversu mörg þeirra bresku skipa, sem
stunduðu verslunarferðir til íslands, hefðu verið skosk. Var McGill mikið í
Hun að sýna fram á að ísland hafði alls ekki verið einangrað fyrr á öldum,
hvorki í viðskiptalegu né menningarlegu tilliti, og að samband þess og