Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 140

Andvari - 01.01.2000, Side 140
138 DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON ANDVARI velda ferð fyrir höndum. Þeir Grieve, McGill og Pratt Insh neyddust t.d. til að hætta útgáfu The Northern Review 1924 eftir að hafa einungis gefið út fjögur tölublöð og í Eimreiðargrein McGills 1926 ásakar hann skoskan al- menning fyrir að styðja ekki nægilega við bakið á viðreisnarmönnum. „Óvinurinn er ekki England, heldur öfuguggaháttur og tómlæti landa vorra,“ sagði McGill. „í fjóra mánuði héldum við úti tímaritinu The North- ern Review í líku sniði og Eimreiðin, en þjóðin var ekki hæf til að veita því viðtöku. Við höfum ekki gefið út neitt málgagn árið sem leið, en vera má, að við stofnum nýtt tímarit, þegar fram í sækir því að við erum sannfærðir um, að þjóðin vilji hlusta áður lýkur.“70 Sjálfsagt má halda því fram að barátta viðreisnarhreyfingarinnar skosku á þriðja áratug þessarar aldar hafi orðið til þess að vekja Skota til vitundar um menningu sína og sögu og þannig átt þátt í að vekja með þeim þjóðernis- kennd þegar til lengri tíma er litið. Viðreisnarhreyfingin sjálf varð hins veg- ar ekki langlíf og hafði í raun runnið sitt skeið á enda 1936 en þá hafði sjálf- ur leiðtoginn, Christopher Murray Grieve, verið gerður brottrækur.71 Um McGill er það að segja að hann sendi frá sér þýðingu á leikverki Lady Margaret Sackville, When Aundra Smith Cam Hame Again. A Tragic Moment, árið 193172 og skrifaði forspjall fyrir Snæbjörn Jónsson í íslenska þýðingu hans á bók Beatrice Harraden, Skip sem mætast að nóttu, árið 1932.73 Bók McGills, Glasgow: its rise and progress, kom út árið 1935 og fékk ágæta dóma hjá sagnfræðingnum George Pratt Insh í The Scottish Educa- tional Journal,74 en segja má að ritferli McGills hafi verið lokið á svipuðum tíma og viðreisnarhreyfingin skoska leið undir lok 1936. Heimildir um ævi hans eru af skornum skammti eftir það en óhætt er að álykta að ýmsar breytingar urðu á lífi hans á næstu árum. Hann hóf að kenna við Drumoyne- skóla í Glasgow eftir tuttugu og fimm ára starf við Strathbungo-barnaskól- ann75 og ráða má af bréfi sem hann ritaði Grieve 17. nóvember 1946 að sitt- hvað hefur gengið á í einkalífinu. Eg hef lengi staðið utan við allt saman, og allir eru búnir að gleyma mér. . . Afar sjaldan fer ég nú yfir Glasgow-brúna inn í miðbæinn, en ég myndi mjög gjarnan vilja hitta þig. . . Kannski er hægt að koma því um kring. . . Konan mín fékk taugaáfall sem varaði í um fjögur ár. Hún hefur nú að mestu náð heilsu á ný en er einmana nú þegar börnin eru dreifð út unt alla jörð.76 Þessi afar persónulega innsýn í einkahagi McGills bendir eindregið til að orsakir þess að hann dró mjög úr ritstörfum sínum hafi fyrst og fremst ver- ið af persónulegum toga. Ekki er hægt að fullyrða að tengsl hans við ísland hafi um þetta leyti verið að engu orðin en í öllu falli hverfur hann á þessum tíma úr þeim heimildum sem tiltækar eru.77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.