Andvari - 01.01.2000, Qupperneq 148
146
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
þessi borg fóstraði og kom til þroska, Jónas Hallgrímsson, og sögð ævisaga
hans frá vöggu til grafar á ýtarlegri hátt en áður hefur verið gert. Sem
vænta má beinist athygli höfundarins aðallega að skáldinu og náttúrufræð-
ingnum Jónasi og tengslum hans við samtímamenn sína, einkum aðra
Fjölnismenn. Skáldið Jónas er einnig miðlægt í bókum þeirra Svövu og
Sveins Yngva. Með nákvæmri greiningu á þremur skáldverkum Jónasar
leitast Svava við að sýna fram á náin tengsl þeirra við evrópskan hug-
myndaheim og bókmenntir, bæði 19. aldar og fyrri tíma, og færa rök að því
að verkum hans hafi verið ætlað það hlutverk að vera «skáldskaparfræði
fyrir nýjan tíma» (9). Á þann hátt brúi skáldskapur hans raunar bilið milli
fortíðar og nútíðar, Islands og útlanda. Petta er einnig meginviðfangsefni
Sveins Yngva, þótt hann leggi að hluta til áherslu á önnur atriði en Svava
gerir, t. d. bragarhætti og skáldskaparstíl, og sjái Jónasi fyrir félagsskap
fleiri íslenskra skálda aldarinnar, einkum Gríms Thomsens, Benedikts
Gröndals og Gísla Brynjúlfssonar. Rit hans er því að nokkru leyti bók-
menntasögulegs eðlis, eins og undirtitillinn gefur líka til kynna: Rannsókn á
íslenskri rómantík.
Viðhorf og aðferðir
Ekki þarf að fletta þessum fjórum ritum lengi til þess að komast að því
hvaða sess 19. öldin skipar í vitund höfundanna. Öðrum þræði flytja þau öll
þann gamalkunna þjóðlega boðskap að okkur beri skylda til að leggja rækt
við þetta tímabil íslandssögunnar þegar grundvöllur var lagður að stjórn-
málalegu sjálfstæði okkar, nútímaþjóðfélagi og menningu. Þá er einnig aug-
Ijóst að höfundarnir hafa sanna ást á viðfangsefni sínu, og ef til vill er það
ein af ástæðum þess að þeir kjósa að nálgast hina gengnu öld sem mest út
frá hennar eigin forsendum, gera grein fyrir sögulegu umhverfi þess fólks
sem þá lifði, æviferli einstakra skálda og breytingunum sem áttu sér stað í
íslenskum bókmenntum og mótuðust að nokkru leyti af átökum innlendrar
hefðar og erlendra nýjunga. Slík viðhorf setja reyndar mark sitt á flestar
menningar- og bókmenntasögur einstakra landa. Markmiðið er oftast nær
að kanna umhverfi og jarðveg þess gróðurs sem síðar skaut rótum, óx og
dafnaði, - svo að gripið sé til myndmáls 19. aldarinnar sjálfrar. Afstaða síð-
ari tíma manna til þessa «gróðurríkis», þ. e. viðtöku- og rannsóknarsaga
þess, skiptir minna máli.
Með hæfilegri einföldun má því segja að ritin sem hér er greint frá séu
fremur «beint samtal» við fortíðina en könnun á þeim þræði sem bugðast á
milli hennar og nútímalesenda. Til þess að skýra þetta örlítið skal hugað að