Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 152

Andvari - 01.01.2000, Side 152
150 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI dánartíðni Hafnarstúdenta úr tæringu» (103). Stúdentar hafi með öðrum orðum borið meinsemdina með sér frá íslandi, þótt hún færðist svo í auk- ana í röku og menguðu lofti Kaupmannahafnar. Petta leiðir hugann að ytri aðbúnaði í Bessastaðaskóla sem menn hafa oft litið til með nokkurri glýju í augunum, og þá m. a. vísað til endurminninga eins skólapiltanna, Páls Mel- steðs: «Líkaminn varð þar harður og hraustur, það gjörðu glímurnar, knatt- leikurinn og sundið, ásamt kröftugri og nógri fæðu» (sbr. Sveinn Yngvi Egilsson, 30). Þessi frásögn stangast svo mjög á við þær samtímaheimildir sem Aðalgeir byggir kenningu sína á að lesendur hljóta að æskja skýringa eða a. m. k. gleggri greinargerðar um Bessastaðaskóla en nú liggur fyrir. Lesendum sem sækjast eftir staðreyndum ætti annars að falla rit Aðal- geirs vel í geð, því að hann byggir það mjög á orðréttum tilvitnunum í þær heimildir sem honum voru tiltækar hverju sinni, bæði prentaðar bækur og óútgefin skjöl og bréf. Sennilega munu fáir það vel að sér um 19. öldina að þeir finni hér ekki fjölmargt nýtt og áhugavert, slík uppspretta er ritið að fróðleik. Höfundurinn verður ekki heldur sakaður um að gera vissum ein- staklingum óeðlilega hátt undir höfði en vanrækja aðra. Rit hans er í raun og veru safn fjölmargra smásagna af einstaklingum og aðstæðum þeirra í «Borginni við sundið». Þar fá þúsund blóm að blómstra, að vísu eftir efnum og ástæðum hverju sinni. Að þessu leyti skapar ritið visst mótvægi við kan- óníseringu síðari tíma, þá viðleitni að skilja kjarnann frá hisminu. Sumir þeirra einstaklinga sem Aðalgeir færir í tal hafa yfir sér þjóð- sagnakenndan blæ, svo sem hinn svakafulli slarkari, kvennamaður og «kon- unglega hirðskáld» Ögmundur Sívertsen, en aðrir harmsögulegan, þeirra á meðal skammlífu efnispiltarnir Lárus Sigurðsson og Skafti Tímótheus Stef- ánsson. Enn aðrir eru sveipaðir «rómantískri» dulúð, svo sem hin gáfaða og vel lesna Kristjana Jóhanna Briem sem sænska skáldið Tegnér kallaði «den smukke Heklainde» og öll Ítalía varð ástfangin af, en íslenskir stúd- entar náðu einhverra hluta vegna aldrei sambandi við (28). Sumt af þessu fólki verður smám saman góðkunningjar lesandans og gæti augljóslega orð- ið efniviður í mun lengri umfjöllun, ef ekki fræðimanna þá skálda og rithöf- unda. Bók Aðalgeirs leiðir t. d. í ljós hversu brýnt það er að rita ýtarlega ævisögu Finns Magnússonar (1781-1847) leyndarskjalavarðar og prófessors, gera grein fyrir viðamiklum fræða- og ritstörfum hans og kanna þau áhrif sem hann án efa hafði á danska og íslenska samtímamenn sína. I höndum Aðalgeirs Kristjánssonar yrði slík ævisaga væntanlega með allt öðru og fræðilegra sniði en rit Páls Valssonar um Jónas Hallgrímsson. Páll notfærir sér að sönnu allar tiltækar heimildir um ævi og störf Jónasar, en þegar þær þrýtur er hann óragur við að skálda frjálst í eyðurnar og geta sér til um hugsanir manna og tilfinningar eða einstök atvik sem engar eða ein- ungis fátæklegar upplýsingar hafa varðveist um. Það er fróðlegt að bera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.