Andvari - 01.01.2000, Page 158
156
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
Það er eðlilegt að hafa þennan sögulega bakgrunn í huga þegar þeim
bókum sem hér eru til umræðu er flett, og spyrja: Að hve miklu leyti taka
höfundarnir undir málflutning fyrirrennara sinna og að hve miklu leyti
andæfa þeir honum, beint eða óbeint? Þessar spurningar leita sérstaklega á
þegar bækur þeirra Aðalgeirs og Páls eru lesnar, enda snúast þær um ís-
lenska menntamenn sem áttu sér rætur í tveimur gerólíkum löndum, ís-
landi og Danmörku, og tóku virkan þátt í menningar- og stjórnmála-
umræðu eigin samtíma. Ef marka má ritaðar heimildir hafa þessi lönd verið
bæði náttúrulegar og menningarlegar andstæður í hugum margra þeirra, en
um leið fór því fjarri að þeir sæju þau fyrir sér sem fullkomnar ímyndir já-
kvæðra og neikvæðra eiginleika, eins og oft er látið í veðri vaka. Um þetta
er bók Aðalgeirs Kristjánssonar glögg vísbending.
Ekki er að sjá að Aðalgeir hafi það sem eiginlegt markmið að afhjúpa
eða gagnrýna hefðbundna sýn íslenskra rithöfunda til 19. aldarinnar. Fjöl-
margar frásagnir hans af lífi og ummælum íslendinga í Höfn staðfesta samt
að ein og sér gefi ættjarðarkvæði Bjarna Thorarensens ýkta og brenglaða
mynd af veruleikanum og almennum sjónarmiðum fólks til hans: «Hafnar
úr gufu hér / heim allir girnumst vér / þig þekka að sjá.» Flestir Hafnar-
íslendinganna leituðust augljóslega við að samþýða þau áhrif sem löndin tvö
höfðu á þá, og vitað er að mörgum «þjóðlegum» manninum varð viðskiln-
aðurinn við Danmörku afar þungbær. Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson
lýsti t. d. hugsunum sínum svo, þegar hann yfirgaf «hina fögru borg» í byrj-
un árs 1835 og sigldi heim til íslands til þess að gerast sveitaprestur: «Stund-
um flaug mér líka í hug, að ég væri nú að kveðja veröldina og allar hennar
glaðværðir, og lá við það kæmi inn hjá mér nokkrum kvíða.»10
Tómas ræddi vissulega oft um löngun sína til þess að «finna kerlinguna
hnarreistu heima», en hann viðurkenndi líka að «íslendingar eiga hér svo
gott í Danmörku, sem mögulegt er».n Flestir aðrir stúdentar kváðu við
sama tón, þó að þeim væri einnig tíðrætt um sjúkdóma og fátækt sem þó
hafa ekki eingöngu stafað af Hafnarverunni, ef marka má skrif Aðalgeirs.
Margt bendir því til þess að íslenskir Hafnarstúdentar hafi lifað fremur
góðu og áhyggjulausu lífi samanborið við aðra íslendinga, og eins og Aðal-
geir bendir á bjuggu stjórnvöld í raun og veru betur að þeim en dönskum
stúdentum (15). Þeim var tryggð garðvist, styrkur til uppihalds og önnur
fríðindi að minnsta kosti til fjögurra ára, jafnskjótt og þeir höfðu staðist
inntökupróf í háskólann. Sömuleiðis fengu þeir greiddan ferðakostnað
sinn. Margir hlutu þar að auki nokkurn styrk frá fjölskyldu sinni eða öðr-
um velunnurum á Islandi.
Vegna alls þessa var námsdvöl í Kaupmannahöfn eftirsótt hlutskipti og
margir ílentust þar að námi loknu, gerðu borgina að föstu heimili og starfs-