Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 166

Andvari - 01.01.2000, Page 166
164 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI Sibbern var undir talsverðum áhrifum frá hugsuðum þýskrar rómantíkur, þeirra á meðal Schelling og Steffens. Þó að íslenskir fræðimenn hafi enn ekki fitjað upp á slíkri rannsókn á ís- lenskri skáldskapar- og fagurfræði, eru þeir nú opnari en oftast áður fyrir hugsanlegum tengslum íslenskra og norrænna skálda. í bók sinni víkur Páll Valsson t. d. nokkrum orðum (s. 95-6,118 og 123) að norskum höfundi sem við vitum að Jónas Hallgrímsson hafði kynni af og tók sér hugsanlega til fyrirmyndar að einhverju leyti. Þetta er jafnaldri Jónasar, Johan Sebastian Welhaven (1807-1873), annað tveggja þjóðskálda Norðmanna á fyrri hluta 19. aldar. Hitt var keppinautur og hatursmaður Welhavens, Henrik Werge- land (1808-1845). Páll bendir á að Jónas hafi í byrjun árs 1835 óskað eftir því að lestrarfélag Garðsbúa yrði sér úti um glænýjan sonnettusveig Wel- havens, Norges Dœmring. Et polemisk Digt, sem gefinn var út á afmælis- degi skáldjöfursins Oehlenschlágers 14. nóvember 1834 og reyndist eitt- hvert eldfimasta bókmenntaverk Norðmanna á 19. öld. Ástæða þess var harðvítug árás skáldsins á ómenntaða og vanburða samtíð sína sem honum þótti liggja í fullkomnum doða og drunga. Að þessu leyti hefur kvæðabókin augljósa snertifleti við margt af því sem birtist í Fjölni. Páll Valsson bendir sérstaklega á tengsl hennar við kvæði Jónasar «ísland! farsælda frón» frá 1835, og telur jafnvel freistandi að álykta að «útfærsla efnisins og ádeila sé undir áhrifum frá [. . .] kvæði Welhavens» (118). Hér er augljóslega hreyft við máli sem þyrfti að taka til rækilegrar skoð- unar, ekki aðeins vegna þeirrar athyglisverðu líkingar sem Páll bendir á, heldur einnig vegna ýmissa atriða sem Páll tekur ekki til umfjöllunar. Það er t. d. vert að gefa því gaum að ádeila eða árás Welhavens beindist fyrst og fremst að þeirri þjóðernislegu menningarstefnu sem rekin var í Noregi eftir Eiðsvallarfundinn 1814, en sú stefna fól í sér róttækt andóf gegn dönskum áhrifum og viðleitni til að upphefja sérnorska bænda- og alþýðu- menningu. Einhver öflugasti talsmaður þeirrar stefnu var einmitt Henrik Wergeland. Líkt og hann hafði Welhaven að sönnu þjóðlegan metnað í rík- um mæli, en hann var hins vegar svarinn fjandmaður hvers kyns einangr- unarstefnu og ósmeykur við að halda fram gildi erlendrar menningar, eink- um og sér í lagi danskrar og þýskrar. Hann vildi með öðrum orðum að Norðmenn lærðu af öðrum siðmenntuðum þjóðum í stað þess að halda fast í afdalamennsku fyrri alda. í skrifum sínum gerðist hann því öflugur forvíg- ismaður klassískrar fágunar, með þýska skáldið Schiller, danska fagurfræð- inginn og rithöfundinn Johan Ludvig Heiberg og Oehlenschláger sem meg- infyrirmyndir. «Æðsta takmark skáldskaparins er fegurðin,» sagði hann í ádeiluriti sínu um skáldskap Henriks Wergelands frá 1832,21 en þar gagn- rýndi hann þennan skáldbróður sinn harkalega fyrir lágkúrulegan, óagaðan og nykraðan ljóðstíl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.