Andvari - 01.01.2000, Page 172
RAGNHILDUR RICHTER
I ómildra höndum?
Um bréfasamband Ólafar á Hlöðum
og Þorsteins Erlingssonar
1.
Ólöfu á Hlöðum var annt um bréf sín frá Þorsteini Erlingssyni. Ekki er
ótrúlegt að hún hafi álitið þau sína mestu dýrgripi. Hún bað erfingja sinn
að gæta þess vandlega að bréfin kæmust ekki „í ómildra hendur“'. Ekki er
hægt að fullyrða hverra hendur Ólöf óttaðist en nú, árið 2000, eru bréfin
komin út, og það frekar á tveimur bókum en einni! Þóranna Tómasdóttir
Gröndal reið á vaðið með bókinni Bréfaástir: bréfaskipti Ólafar á Hlöðum
og Þorsteins Erlingssonar og nokkrum dögum seinna komu sömu bréf út í
samantekt Ernu Sverrisdóttur í bókinni Orð af eldi. Bréfasamband Ólafar
Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883-1914.
Bók Ernu er 4. bindi í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem
Kári Bjarnason og Sigurður Gylfi Magnússon ritstýra og Háskólaútgáfan
gefur út. Ástæðulaust er fyrir lesendur bréfanna að setja sig inn í þann
vandræðagang sem leitt hefur til tvöfaldrar útgáfu bréfanna en sennilega
hafa bréfin hlotið meiri athygli en ella og Ólöf hefði kunnað að meta at-
hyglina. Þorsteinn hefði sennilega haft minni þörf fyrir hana þar sem hann
naut alla tíð mikillar athygli.
Kvennabókmenntafræðingar hafa lengi vitað af þessum bréfum og hafa
haft aðgang að bréfum Ólafar til Þorsteins í bréfasafni hans í handritadeild
Landsbókasafns - Háskólabókasafns. En bréf Þorsteins til Ólafar hefur
vantað til að fylla upp í myndina - og þeirra hefur verið sárt saknað. Ein-
hvern veginn vissum við þó að bréf Þorsteins væru til en sá orðrómur gekk
að engum væri heimilt að lesa þau, hvað þá vinna úr þeim. Hvernig sem sá
orðrómur hefur komist á kreik.
En nú eru bréfin komin út, þ. e. a. s. þau sem varðveist hafa, en eitthvað
vantar uppá að þau hafi haldið öllum bréfum sínum til haga. Þannig segist
Þorsteinn, snemma í bréfasambandinu, hafa brennt bréfin frá Ólöfu að
hennar ósk, og biður hana að gera það sama þótt honum fyrir sitt leyti
\