Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 176

Andvari - 01.01.2000, Side 176
174 RAGNHILDUR RICHTER ANDVARI hefur hún þar sagt honum frá sambandi sínu við Halldór, tilvonandi eigin- mann sinn, og honum líst ekki vel á. Skyldi hann óttast samkeppni um að- dáun og athygli Olafar og vill hann ekki að hún prjóni karlmannsnærbuxur með aðra en hann í huga? Það er nefnilega ekki aðeins hin skáldlega aðdá- un Ólafar sem heillar Þorstein heldur þrífst hann líka á, og ýtir undir, aðdá- un hennar á honum sem karlmanni. Og Ólöf gefur honum undir fótinn. 4. Ólöf á Hlöðum er ekki síður áhugaverð persóna í íslenskri bókmenntasögu en Þorsteinn Erlingsson þótt minna hafi verið fjallað um hana. Þess vegna er mikill fengur í útgáfu bréfa hennar, ekki síst þar sem henni verður tíð- rætt um skáldskap sinn og skáldadrauma. Þannig veita bréfin sjaldgæfa inn- sýn í hugarheim skáldkonu á tímum þegar konur áttu erfitt uppdráttar í heimi bókmenntanna. Hún sendir Þorsteini ljóð og biður um álit hans, hann hrósar stundum en stundum ekki og sendir henni stundum ljóð á móti, án þess endilega að biðja um álit hennar. Hann er alls ekki eins háður áliti hennar enda viður- kennt skáld þegar á unga aldri. Ólöf er aftur á móti alla tíð mjög háð viður- kenningu karlskálda, bæði Þorsteins og annarra, en skáldin mat hún mikils og orti ljóð full aðdáunar um nokkur þeirra. Hún segir Þorsteini frá heim- sókn sinni til Steingríms Thorsteinssonar árið 1888. Erindi hennar við Steingrím var að fá álit hans á skáldskap hennar, sem hana langaði að gefa út. Steingrímur tekur henni vel, hugrekki hennar vex og fyrri ljóðabók hennar kemur út það ár. Viðurkenning hins viðurkennda karlskálds hefur ef til vill hleypt í hana þeim kjarki sem þurfti. Löngu seinna, þegar Ólöf er fimmtug, skrifar hún Þorsteini eftir nokk- urra ára hlé. Hún er þá að gæla við útgáfu á nýrri ljóðabók og biður Þor- stein að hjálpa sér að velja. Enn finnst henni hún þurfa viðurkenningu og samþykki karlskálds áður en hún ræðst í útgáfu. Átakanlegt er að lesa þennan hluta bréfasafnsins. Þorsteinn virðist vera eini maðurinn sem Ólöfu finnst hún geta leitað til með ljóðin en allt fer úrskeiðis, útgáfan dregst úr hömlu og Þorsteinn sýnir fyrirtækinu minni áhuga en Ólöf hefði kosið. Á endanum, mörgum árum seinna, biður Ólöf hann um að endursenda sér handritið og kemur bókinni út án aðstoðar Þorsteins. Þótt Ólöf beri sig yfirleitt vel og dragi upp mynd af sér sem veraldarvanri nútímakonu, lausri við tilfinningasemi og minnimáttarkennd, gerir hún stundum lítið úr skáldskap sínum og bréfin bera það með sér að hún hefur haft mikla þörf fyrir viðurkenningu fyrir hann og hvatningu til frekari dáða. Sjálf er hún óspör á hrósið við Þorstein, hleður hann lofi, telur í hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.