Andvari - 01.01.2000, Page 177
ANDVARI
í ÓMILDRA HÖNDUM?
175
kjark þegar þarf og reynir á allan hátt að byggja hann upp. Sú uppbyggingar-
starfsemi virðist, af bréfunum að dæma, ekki hafa verið gagnkvæm.
5.
Eftir að Porsteinn dó tók við sérkennilegt bréfasamband Olafar og Guð-
rúnar, ekkju Þorsteins. Ólöf var mjög áhugasöm um spíritisma, eins og stór
hluti þjóðarinnar, og stóð fyrir tilraunum til sambands við framliðna. Og þá
má segja að samband þeirra Þorsteins hafi loksins orðið eins náið og hún
kaus, og nánara en samband hans við Guðrúnu sem ekki hafði jafngóð skil-
yrði til sambands. Þorsteinn kemur fram á miðilsfundum hjá Ólöfu, segir
henni eitt og annað af lífinu fyrir handan og biður hana fyrir skilaboð. Að
vísu er sambandið ekki betra en svo að hann getur bara svarað með jái eða
neii. En Ólöf er nösk á hugsanir vinar síns framliðins og oftar en ekki dett-
ur hún niður á réttar spurningar og rétt svör við þeim. Sambandið við Þor-
stein tíundar hún svo í bréfum til Guðrúnar sem saknar ástvinar síns sárt
en nær engu sambandi.
Því má segja að á endanum snúist hlutverkin við. Aður var það Þor-
steinn sem valdi úr texta Ólafar það sem honum fannst hæft til útgáfu, nú
verður Ólöf ritstjóri Þorsteins, ritskoðari hans eða jafnvel höfundur hans.
Hún leggur honum orð í munn, túlkar svör hans og skrifar texta hans.
Þannig verður spíritisminn henni leið til að eignast Þorstein og til að skrifa
texta Þorsteins. Og þar með er hún ekki lengur ómerkileg skáldkona held-
ur þjóðskáld. Það sem hana dreymdi alltaf um að verða.
6.
Mér finnst fráleitt að ætla að Ólöf hafi ekki viljað að bréf þeirra Þorsteins
yrðu gefin út. Til þess hafði hún allt of mikinn áhuga á að verða viðurkennt
skáld og persóna í bókmenntasögunni. Ég tel þvert á móti mun líklegra að
hún hefði ekki reiknað með að svo langur tími sem raun ber vitni liði þar
til bréfin kæmust á prent og að þær ómildra hendur sem hún óttaðist hefðu
verið þær hendur sem hefðu eyðilagt dýrgripi hennar og þar með afmáð
samband þeirra Þorsteins. Og vissulega er mikill fengur í bréfunum, betra
er seint en aldrei. Þau hljóta að vera fengur öllum þeim sem hafa áhuga á
íslenskri bókmenntasögu og endurvekja vonandi áhuga á skáldskap Ólafar
og Þorsteins. En einnig eru þau fengur þeim sem hafa áhuga á hugmyndum
aldamótakarla og -kvenna um sjálf sig og hvers um annað. Ekki er síst
fengur í þeim fyrir áhugamenn um íslenskar kvennabókmenntir og sögu
þeirra.