Andvari - 01.01.2000, Síða 178
176
RAGNHILDUR RICHTER
ANDVARI
Þess vegna er full ástæða til að þakka fyrir framtakið, fyrir það að bréf
Þorsteins til Ólafar komust loks, ekki í ómildra hendur, heldur í mildra
hendur sem komu þeim á framfæri við lesendur.
TILVÍSANIR
1 Sjá Orð afeldi, bls. 148.
2 Orð af eldi, bls. 59.
3 Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvernig Ólöfu á Hlöðum hefði litist á bréf þeirra
Þorsteins sem hluta af íslenskri alþýðumenningu. Ég held nefnilega að henni hafi ekki
fundist þau vera alþýðufólk og er hrædd um að henni hefði mislíkað samhengið.
4 Sjá Jill Ker Conway: When memory speaks. Reflections on Autobiography. New York, Al-
fred A. Knopf, 1998. Bls. 17-18.
5 Sjá Orð af eldi, bls. 69.
HÖFUNDAR EFNIS
Davíð Logi Sigurðsson (f. 1972), MA í írskum fræðum frá Queens-háskóla í
Belfast, blaðamaður á Morgunblaðinu.
Eysteinn Þorvaldsson (f. 1932), prófessor í íslenskum bókmenntum við Kenn-
araháskóla íslands.
Gunnar Karlsson (f. 1939), prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands.
Gunnar Kristjánsson (f. 1945), prófastur, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós.
Gunnar Stefánsson (f. 1946), ritstjóri Andvara, dagskrármaður við Ríkisút-
varpið.
Ragnhildur Richter (f. 1955), bókmenntafræðingur.
Sigríður Th. Erlendsdóttir (f. 1930), cand. mag. í sagnfræði.
Þórir Óskarsson (f. 1957), cand. mag. í bókmenntum, sendikennari í Osló.
Leiðréttingar
í Andvara 1999, bls. 19, var sú missögn í texta með mynd að á henni væru
bræðurnir Gústaf Adólf og Einar Ólafur Sveinssynir. Hið rétta er að vinstra
megin á myndinni er Pálmi Hannesson, síðar rektor, Einar Ólafur til hægri.
Myndin er tekin á námsárum þeirra í Kaupmannahöfn. - Þá misprentaðist í
ljóði á bls. 126, orð í 4. línu annars erindis. Hún á að vera: „einn formæling
stoðar þá bænin sveik hinn.“
Ritstj.