Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 23
andvari
ÞÓRARINN BIÖRNSSON
21
vikið að, og víða þegar hann lýsir Frökkum og andstæðum í lífi þeirra
og fari minnir það um margt á andstæðurnar í Þórarni sjálfum.
Kennarinn
Eftir fimm vetra nám við Sorbonne háskóla lauk Þórarinn Björnsson
licence-és-lettres prófi í frönskum bókmenntum og málfræði, latínu
9g uppeldisfræði í nóvember 1932 og fór þá þegar heim til íslands.
I janúar 1933 hóf hann starf sem aukakennari við Menntaskólann á
Akureyri þar sem hann starfaði til dauðadags. Að baki námsvist Þór-
arins Bjömssonar í París og ráðningu að skólanum stóð Sigurður Guð-
mundsson sem segir í skólaskýrslu fyrir árið 1932-1933:
I nóvember [1932] lauk Þórarinn Björnsson frá Víkingavatni háskólaprófi í
Sorbonne í París, þar sem hann hafði síðustu fimm ár stundað frakknesku og
franskar bókmenntir, uppeldisfræði og latínu. Hann lauk stúdentsprófi utan-
skóla í Reykjavík 1927, en öll stúdentleg fræði nam hann hér í skólanum (smbr.
Skýrslu um Gagnfræðaskólann á Akureyri 1926-1927, bls. 20-23), og fórhann
í Svartaskóla þá um sumarið. Var þá þegar svo ráð fyrir gert, að hann yrði kenn-
ari hér í skólanum, að háskólaprófi loknu (smbr. seinustu skýrslu, bls. 14-15).
Menntaskólamáli Norðurlands var þá orðinn sigur vís. Þurfti þá að tryggja, að
kennaraleysi tálmaði ekki störfum hans né stöðvaði þau.23
Mörgum þótti orka tvímælis að Sigurður skólameistari réð menn
til kennslu „mörgum árum áður, en þeir gátu tekizt hana á hendur“
°g urðu um þetta nokkur skrif. Sigurður taldi hins vegar að skólinn
hefði stækkað mjög „að bekkjafjölda og nemendatölu“ en auk þess
sagði hann skólanum haldast illa á kennurum því að mörgum mennta-
mönnum þótti daufleg vistin á Akureyri „en öðrum þótti ófýsilegt að
Eytjast hingað norður í snjóinn og fásinnið. Hugkvæmdist mér þá að
fara svipað að sem sumir hestamenn, er ala upp handa sér gæðinga,
°g láta skólann koma upp kennurum handa sér, eftir því sem slíks var
kostur,“ segir Sigurður skólameistari, og bætir við að auðvitað hafi
hann ekki getað lofað þeim kennarastöðu heldur aðeins að mæla með
að þeim yrðu veittar stöðumar.24 En í þann tíð voru orð skólameistara
lög.
Þórarinn Bjömsson fékk stöðu aukakennara við Menntaskólann á
Akureyri, enda fæddur kennari, vel menntaður í fræðum sínum og vel