Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 132
130
ÖRN ÓLAFSSON
ANDVARI
Eignarfallssamsetningar
Þær eru einkar áberandi í líkingum þessara ljóðabálka. Hallberg flokkar
nokkur dæmi þeirra í mannen utan vág (bls. 543 o.áfr.), og verða oftast fyrir
sértækir kenniliðir líkt við hlutlægan myndlið. Hallberg tilfærir ekki dæmi
þessa, en ég tíndi saman um fjóra tugi dæma.
I mannen utan vág táknar rúmlega helmingur kenniliða einhverskonar
tilfinningar eða fyrirbæri sem afstaða er tekin til, og eru neikvæðar þrefalt
algengari en jákvæðar. Af myndliðum er þriðjungur einhvers konar mann-
virki, en í rúmum fjórðungi er líkt við náttúrufyrirbæri ljóss, hljóða, grundar
o.þ.u.l., en ámóta mikið skiptist síðan jafnt á jurtir, dýr og líkamshluta
manna. Fyrir kemur hefðbundin tenging kenniliðar og myndliðar, svosem
jámteinn vilja (vi, 14), en það er undantekning, yfirleitt er sambandið mjög
framandlegt.
I Tímanum og vatninu eru alkunn áþekk eignarfallssambönd sértæks
kenniliðar og hlutlægs myndliðar. En þar er oftast líkt við náttúrufyrirbæri,
svo sem ljós: „hvít birta/ harms míns“ (17, tvisvar), „ímynduð birta/ míns
ullhvíta draums“ (19), „hlaðið glæru ljósi/ einskis“ (9), „tunglskin hverfleik-
ans“ (11). Þetta minnir á líkingar í mannen utan vág: t.d. „sólir grimmdar“
(xxxiii). Einnig líkir Steinn sértökum við hljóð: „í þungan samhljóm/ einskis
og alls“ (16). sömuleiðis líkir hann við aðra skynjun: „finn mótspymu tím-
ans“ (21), „þung angan/ hins óskiljanlega“ (Augu mín 2), „út úr hafsaltri
rigningu/ eilífðarinnar" (Vegurinn 3). Ennfremur er sértökum líkt við þiðn-
andi fjall og snjó: „Undir þáfjalli tírnans" (16), „fjall tímans“ (Augu mín 3),
„undir kvöldsnjó/ efans“ (9) minnir á „ljós efans“ í mannen utan vág (xvi,
4); við jurtir: blóm dauðans (3), „hið hvíta blóm dauðans" (3, sbr. „ber þistill
bræðinnar", mannen utan vág iv, 14). Steinn líkir sértökum við líkamshluta:
„í hálfluktu auga/ eilífðarinnar“ (21), sbr. „auga sannleikans" (mannen utan
vág xxxiv, 3), límkenndur vökvi/ verðandinnar" (11, væntanlega er líkt við
vessa), en aðeins fimmtungur hjá Steini er líkingar sértaka við mannvirki,
þ. e. einkum hluta bygginga: „bakdyr eilífðarinnar" (12), „hvolfþak ham-
ingju minnar“ (11), „um möndul ljóssins“ (21), eilífðinni er líkt við hús þegar
talað er um „húsvörð eilífðarinnar“ (Tíminn og 1), sbr. í mannen utan vág:
súla örvæntingar (i, 2), múrveggur haturs (xxviii, 7), salur undrunar (xxxiii,
13), gangur óraunveruleikans (xxxiv, 6). í Lokaljóðum Steins er „Og hinn
hvíti vagn draumsins/ nemur skyndilega staðar/ á þríhvelfdri brú vatnsins“
(Draumurinn 3), sbr. „kerra tímans“ (mannen utan vág xxv, 13). Athygli
vekur að ekki er um „eðlilegt" eða hefðbundið samband liðanna að ræða, það
er jafnlangsótt og í mannen utan vág.
Hallberg rekur dæmi þess að stundum eru báðir liðir hlutlægir í eignar-
fallssamböndum mannen utan vág. Allt um það er sláandi langt bil á milli