Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 56
54
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Þórarinsson, Vibe amtmaður og Grímur Thorkelín leyndarskjalavörður.
Nefndarmönnum tókst ekki að koma sér saman um hvað til bragðs skyldi
taka. Grímur Thorkelín og Stefán Þórarinsson vildu hafa tvo latínuskóla.
Magnús Stephensen og Vibe lögðu til að biskupsstóll og skóli á Hólum yrði
lagður niður, Island gert að einu biskupsdæmi og Hólaskóli og Hólavallar-
skóli sameinaðir í einn. Stjómvöld í Danmörku féllust á tillöguna. Biskups-
stóll og skóli á Hólum var lagður niður með konungsbréfi 2. október 1801,
en nemendum vísað til Hólavallarskóla til frekara náms. Síðustu stúdentar frá
Hólaskóla voru brautskráðir vorið 1802.
II
Hinn 18. maí 1805 skrifaði kansellíið Stefáni Þórarinssyni settum stiftamt-
manni og Geir biskupi Vídalín bréf um að konungur hefði daginn áður kveðið
upp úrskurð um „Organisationen af en Interims-Skole paa Bessastad“. í bréf-
inu kemur fram að biskup og Stefán höfðu talið vænsta kostinn að gera Bessa-
staði, sem lengi hafði verið aðsetur æðstu valdhafa í landinu, að skólasetri til
bráðabirgða þar sem nýorðinn stiftamtmaður hafnaði því að hafa þar aðsetur,
en hentugt húsnæði fyrir skólahald lá ekki á lausu í Reykjavík. Húsakynni
Hólavallarskóla voru hins vegar svo forfallin að viðgerð svaraði ekki kostn-
aði. Hér hittist því vel á. Fram kemur í bréfinu að nokkra viðgerð yrði að
gera á húsakynnum Bessastaða og var samþykkt að veita til þess 200 dölum.
Þá var kveðið svo á að veita skólasveinum 24 námsstyrki, hinar svonefndu
„ölmusur“, sem hver nam 40 dölum og að auki yrðu styrkhöfum veittir 20
dalir úr skólasjóði, hvort sem nemendur hlutu heila eða hálfa ölmusu.
I bréfinu var fjallað um störf skólaráðsmanns, „spiseverts“, og stiftsyfir-
völdum og skólastjóra falið að ráða fram úr ráðningu hans. Einnig var kveðið
á um fjárframlag til að kaupa innanstokksmuni í skólann og sjá honum fyrir
bókakosti (Lovsaml. VI, 752-55):
Bessastaðaskóla var ætlað að vera prestaskóli að öðrum þræði líkt og stóls-
skólamir voru áður auk þess að búa skólasveina undir háskólanám að skóla-
vist lokinni. Þeir urðu því að kunna nokkuð fyrir sér í guðfræði hvort sem
þeir hugðust gerast kirkjunnar þjónar eða ekki. í samræmi við það bar æðsti
maður skólans stöðuheitið lektor theologie. í áðurnefndu bréfi var að síðustu
frá því greint að Steingrímur Jónsson cand. theol. yrði lektor, þ. e. skólastjóri.
Auk hans skyldu tveir aðrir kennarar ráðnir til skólans.
Steingrímur Jónsson nam skólalærdóm sinn í Skálholti og í Hólavallar-
skóla og brautskráðist þaðan 1788. Tveimur árum síðar gerðist hann skrifari
Hannesar biskups Finnssonar og eftir andlát hans var hann Valgerði ekkju
biskups innan handar sem heimiliskennari.
Þegar Steingrímur sigldi utan til frekara náms við Hafnarháskóla sumarið