Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 58
56
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
voru þeir að jafnaði um 30. Samkvæmt manntali 1816 voru 27 nemendur í
skólanum. Yngstir voru Bjami Eggertsson prestssonur frá Mosfelli í Gríms-
nesi, þá 16 ára, brautskráður 1823. Jafnaldri hans var Hannes Stephensen,
amtmannssonur frá Hvítárvöllum, brautskráður 1818. Hann sigldi samsum-
ars til Hafnar og las guðfræði. Elstur var Friðrik Guðmundsson prestssonur
frá Undirfelli í Vatnsdal, 26 ára. Honum varð það á að eignast andvana fætt
barn á skólaárum sínum og var af þeim sökum ekki í skólanum 1818-19, en
fékk uppreisn sumarið 1819 og brautskráðist 1822, þá kominn yfir þrítugt.
III
Það kom í hlut Steingríms Jónssonar að skipuleggja hinn nýja skóla. Með
því að blaða í Lovsamling for Island er auðvelt að kynna sér nákvæmlega
hvemig skólinn skyldi starfa. Steingrímur bjó ekki í skólanum, heldur fékk
hann jörðina Lambhús til ábúðar og þar var aðsetur lektors skólans allan
þann tíma sem skólinn starfaði.
Steingrímur kenndi þá guðfræði sem nemendum var gert að nema í Bessa-
staðaskóla meðan hans naut þar við í starfi. Hann þótti afburða kennari og
fas hans og framkoma vakti hvarvetna eftirtekt. Þorsteinn Helgason, gamall
nemandi Steingríms, talar um „hans staklegu ljúfmennsku, lærdóm og for-
trinligheder“, þegar Steingrímur tók biskupsvígslu út í Höfn um jólaleytið
1824 og segir í bréfi til Páls stúdents Pálssonar að þeir geti verið stoltir af að
hafa haft þvílíkan læriföður. „Æra er það fyrir hann og föðurlandið að heyra
hans hrós útbreitt“, bætti hann við. (Hafnarstúdentar skrifa heim, 11). Stein-
grímur Jónsson varð ekki mosavaxinn í embætti lektors. Árið 1810 gerðist
hann prestur í Odda á Rangárvöllum. Þar kenndi hann allnokkrum piltum
undir skóla.
Afskipti Steingríms af íslenskum skólamálum hófust að nýju þegar hann
varð biskup. Bessastaðaskóli laut yfirstjórn stiftsyfirvalda, þ. e. biskups og
stiftamtmanns, en þau aftur skólastjómarráðinu í Höfn. Steingrímur lét sér
alla tíð annt um skólann og fylgdist t.a.m. með prófum og öðru sem skól-
ann varðaði. Grímur Thomsen segir í broti af ævisögu sinni að án efa hafi
Steingrímur verið „sá kurteisasti maður og hið mesta nettmenni“ sem hann
hafi kynnst á ævinni. Góðmennskan lýsti af honum og framgangan var höfð-
ingleg. „Aldrei hraut honum hart orð, hvorki við menn, né um menn; hýr
var hann á brá og gleðimaður innan um, ... silfurhvítur á hár, en beinn og
grannur, eins og ungur maður.“ (Skírnir (1921), 90).
Fyrstu kennarar skólans voru Guttormur Pálsson frá Valþjófsstað og Jón
Jónsson sýslumannssonur frá Hvítárbakka. Sá fyrrnefndi var stúdent frá
Hólavallarskóla 1793, en Jón var brautskráður úr heimaskóla Geirs biskups
Vídalín. Árið 1798 sigldi Guttormur til Hafnar og þreytti inntökupróf í Hafn-