Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 112
110
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
IX
Augljóst er af skránni að tímamót verða í íslenskum Joyce-þýðingum árið
1982, þegar haldið var upp á hundrað ára afinæli skáldsins. Þá birtist Dublin-
ers í heild í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar undir heitinu / Dyflinni. Sig-
urður þýddi síðar tvær af skáldsögum Joyce og varð mjög virkur í kynningu
á verkum hans á Islandi og þannig verður staða Joyce á Islandi nátengd
Sigurði sem þýðanda og bókmenntamanni. Sigurður skrifar formála að þeim
bókum Joyce sem hann þýðir og er það lofsvert. Það gerist alltof oft á Islandi
að þýddum merkisverkum er ekki fylgt úr hlaði með kynningu og umfjöllun
(ég hallast að eftirmálum fremur en formálum). Þótt ég muni gagnrýna viss
atriði í formála Sigurðar að bókinni I Dyflinni tel ég að fleiri þýðendur eða
aðstandendur þýðinga hér á landi mættu sýna þann metnað sem Joyce-for-
málar Sigurðar bera vitni um.
í formálanum að / Dyflinni segir Sigurður: „Þessi þýðing á Dubliners er
tilraun til að gera einn af skáldjöfrum aldarinnar (sem aukþess er náfrændi
okkar) gjaldgengan í íslenskum bókmenntum og jafnframt virðingarvottur á
hundrað ára afmæli skáldsins.“ Hér er semsé vikið að „ættartengslunum“ við
íra, sem maður hefði búist við að heyra fyrr í íslenskri umræðu um Joyce,
og jafnframt er ljóst að afmælisárið hefur verið visst tilefni þess að bókin er
gefin út á íslensku og skal því ekki gert lítið úr vægi afmæla. Sigurður minn-
ist því næst á skáldsögur Joyce, Ulysses og Finnegans Wake, og nú hljómar
einkennilegur afsökunartónn strax á fyrstu síðu formálans: „I samjöfnuði
við þessi tvö öndvegisverk er smásagnasafnið / Dyflinni að sjálfsögðu minni-
háttar verk. Fyrir þá sem lesið hafa höfuðrit Joyces hljóta smásögurnar að
bera svip af fingraæfingum eða undirbúningsvinnu.“ Þótt hann ræði síðan
þá verðleika sem þessar sögur búi yfir, fær annars ágæt umræða Sigurðar
falskan hljómbotn hér og hann er viðvarandi í formálanum. Þýðandi segir
m.a.s. síðar:
Það er erfitt að gera sér grein fyrir hve frumlegar og óvenjulegar sögumar í þessari bók
voru þegar þær komu fyrst fyrir almenningssjónir fyrir tæpum sjötíu árum, vegna þess
að tæknin sem Joyce beitir og kynnti (um svipað leyti var Tsékhov að fást við mjög
áþekkar nýjungar austurí Rússlandi) er löngu orðin almenningseign og stendur víða
undir sannkölluðum smásagnaiðnaði.
Og hann klykkir út með því að segja um bók Joyce: „Fráleitt veldur hún
sömu tíðindum á íslandi árið 1982 og hún olli í enskumælandi löndum árið
1914, en hún á eigi að síður erindi inní íslenskar bókmenntir sem eitt af tíma-
mótaverkum heimsbókmenntanna.“29
Það er reyndar vafasamt að segja að bókin hafi þótt heyra til mikilla
tíðinda 1914, en þau tíðindi spurðust út síðar og alla tíð síðan. Og ég tek