Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 97
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
Rithöfundar í útlöndum
s
James Joyce á lslandi
i
Hvemig má bera kennsl á, og leggja mat á, nærveru og stöðu útlendra rithöf-
tmda í bókmenntalífinu? Margt getur orðið til að flækja svarið við þessari
spurningu, ekki síst önnur spuming: Hvað merkir „útlendur“ þegar um bók-
menntir er að ræða?
Eru þeir rithöfundar sem skrifa á þýsku í Austurríki og Sviss „útlendir"
nthöfundar í Þýskalandi? Vissulega, en í heimi bókmenntanna eru þeir það
a-m.k. ekki í sama mæli og hjá skattayfirvöldum og öðrum opinberum stofn-
unum. Þýsk tunga er á vissan hátt ákveðið land og þar býr fólk sem seint
verður kallað þýskt og ekki heldur svissneskt eða austurískt, höfundar eins
°g Franz Kafka, Paul Celan og Elias Canetti. Þetta flækir að sjálfsögðu það
fyrirbrigði sem kallað er „þýsk bókmenntasaga". Eins og nærri má geta á
það sama við um bókmenntir enskrar tungu, og þótt þar gæti vissulega sömu
ákefðar og annarstaðar í afmörkun þjóðlegrar bókmenntasögu, teljast sumir
höfundar í senn svo rækilega á mörkunum og svo mikilvægir, að þeir eru
skrifaðir inn í bókmenntasögur fleiri en eins lands - og þar með inn í tvenns-
konar samhengi: þetta á við um höfunda eins og Henry James, T.S. Eliot og
Katherine Mansfield. Þannig má líka spyrja: Á James Joyce heima í „enskum
bókmenntum" - oft má vissulega finna hann á þeim slóðum í ræðu og riti
~~ eða kannski frekar „írskum bókmenntum"?
Slíkt mat skiptir meðal annars máli þegar verk höfunda eru þýdd á önnur
^ál; þýðingamar verða til í ákveðnu samhengi og í kringum þær skapast
akveðin umræða. Á íslandi hefur lengi borið á nokkurri hrifningu á írlandi, ef
hl vill vegna vitundar um keltneskrar rætur íslendinga, og kannski einnig um
hliðstæður í sögu þessara tveggja eyþjóða sem eiga báðar gríðarlega langa
nýlendusögu að baki. Má ekki ætla að mikilhæfur írskur höfundur ætti opinn
faðm íslenskra lesenda nokkuð vísan?
Ef sú er ekki raunin er ástæðan kannski sú að þýðingar rekast almennt
ekki vel innan þess hugmyndaramma sem þjóðemishugsun er hvað dug-