Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 81

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 81
andvari SKÁLD VERÐUR TIL 79 Á síðustu áratugum hafa margir fræðimenn bent á frásagnarfræðilega eiginleika sagnfræðinnar. í því felst að sagan sé ekki aðeins samansafn niður- negldra og óbreytanlegra staðreynda sem saman mynda hlutlausan sannleika, heldur sé hún ekki síður háð framsetningu líkt og allar aðrar sögur sem við erum stöðugt að segja hvert öðru. Þannig hafa ýmsir bent á textalega eigin- leika mannkynssögunnar og að hún sé ekki undanskilin þeirri fagurfræði sem meðal annars einkennir skáldskapinn. Til að endurskapa atburði sögunnar á formi texta þarf að velja úr mergð staðreynda og tengja brotin saman þannig að þau myndi skiljanlega samfellu og skýrt orsakasamhengi. Sannleikurinn sem slík rannsókn birtir getur því aldrei verið annað en einn af mörgum mögulegum. Margir þeirra fræðimanna sem ritað hafa um ævisögur hafa tekið þessar hugmyndir upp á sína arma. í bók sinni Biography: Fiction, Fact and Form sem fyrst kom út árið 1984, segir kanadíski fræðimaðurinn Ira Bruce Nadel að það séu ekki staðreyndimar sjálfar sem gefi ævisagnaritun gildi heldur framsetning þessara staðreynda. Það sé form frásagnarinnar en ekki sögulegt innihald sem skipti máli þegar atburðir úr ævinni verði hlutar af sögu.5 Verkefni ævisöguritarans er því fyrst og fremst að velja tilteknar stað- reyndir úr lífi einstaklingsins, og skapa úr þeim þráð sem lesandi fetar sig eftir. Ævi hvers manns hlýtur ávallt að vera líkt og hafsjór atburða, hugmynda og tilfinninga. Lífið er í reynd margbreytilegt og flókið, þver- sagnakennt og uppfullt af ólíkum, jafnvel andstæðum, þáttum. Hver maður ber í sér margar sögur, marga menn. Halldór Guðmundsson bendir reyndar gjaman á það í bók sinni að Laxness hafi verið tveir menn, skáldið og hversdagsmaðurinn (sjá t.d. bls. 356). Lesanda Halldórs Laxness — cevisögu verður fljótlega ljóst að hversdagsmaðurinn Laxness leikur þar fremur lítið hlutverk, þungamiðja verksins er hvorki í einkalífi hans, ástarsamböndum, hjónaböndum né fjölskylduhögum. í raun er ekki heldur hægt að segja að þar sé einblínt á söguna af trúmanninum Laxness eða á stjómmálaskoðanir hans og þjóðmálaáhuga þó að vissulega sé fjallað um hann og verk hans frá þessum hliðum í bókinni. Það er rithöfundarferillinn sem hér er í brenni- depli og ljóst að Halldór Guðmundsson valdi að skrifa sögu skáldsins Lax- ness. Ekki þó í þeim skilningi að æviferill rithöfundarins myndi gmnn undir umfjöllun um skáldverk hans. Skáldverkin sjálf eru ekki í aðalhlutverki í hókinni, eins og vel mætti ímynda sér í bók um „ævi og verk“ þar sem Kiegináherslan félli á „verk“. Lítið fer fyrir bókmenntafræðilegri greiningu skáldverkanna, heldur styðja vísanir til þeirra og öll umfjöllun þá áherslu sem lögð er á höfundinn og feril hans. í fyrmefndri bók sinni bendir Nadel einnig á að flestir ævisagnaritarar hafi þegar mótaða hugmynd um viðfangsefni sitt er vinnuferlið hefst og muni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.