Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 138

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 138
136 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI að líkja trjákrónum í vindi við stökktjald (trampolínu), það er myndrænt, en trén eru þá blinduð (xiv, 2). Kunnuglegt er það að líkja skýjum við tum, en hér bætist við að hann grefur bergmál okkar (xvii, 10, fiðlan rennur braut sína (líkt og tungl) umhverfis dimma plánetu hjartans (xxxix, 2), það blikar á krómaðan harmleik innan við naflann (xxxv, 5). Nokkuð sérkennilegra er að sjá sig settan sem stein inn í múrvegg haturs, einkum þegar þar við bætist samkennd steinanna, sem er eins og gleði lyngs! (xxviii, 7-8). Sniðin augu em með hellisskúta reykblás svala, sem kennir fallandi dropum angistar! (ix, 3-4). Stormi er líkt við fellt dýr, en óður hundur lepur [blóð?] úr hálsi þess (xxv, 2). Hinsta [!] brim hafsins týnist í völundarhúsinu og ljósker em tendruð í kóralaugum hins sökkta og þegar þau speglast í blæðandi vömm árans, spólumst við ósýnileg inn í hella hvert annars (xix, 7-10), en skrjáfið í brostnu köngulóametinu hræddi fugl gleymskunnar til jámvængja, sem rispuðu ljósbláan mosa himins og stökktu rauðu á máttugt knýttan hnefann þangað til hljómurinn sauð og fjallstindamir brotnuðu til þess að sólin dveld- ist lengur (xxiii, 7-12). Þetta ætti að nægja til að rifja upp áþekk dæmi, áður talin. Lesendur geta óljóst skynjað eitthvert samhengi, sérstaklega í undir- öldu tilfinninga, en hér er vandlega girt fyrir röklegan skilning. I Tímanum og vatninu er svipað á ferli, og hafa mörg dæmi þess þegar komið fram, en um þverbak keyrir í dæmum sem: „Handan blóðþyrstra vara/ hins brennandi efnis/ vex blóm dauðans" (3) -það samræmist ekki skynheimi okkar né líkingahefð að blóm vaxi bak við varir, hvað þá varir hins brennandi efnis, sem ekki verður vitað hvað er. „Á homréttum fleti/ milli hringsins og keilunnar/ vex hið hvíta blóm dauðans“ (3). Þetta er óskiljanlegt vegna þess að flötur getur vart verið homréttur á hring og keilu, sem hann stendur á milli, og á hvað þá? Síðan koma samtengdar andstæður þessara stærðfræði- fyrirbæra, blóm og dauði. Ætla mætti að „engill hraðans“ færi hratt í gegnum eitthvað, en það er þá öfugt, líkt og þráfaldlega sést hjá Lindegren (skamm- byssa leitar handar, sjúkdómur flýr undan smásjá, o.fl. þ.h.): „Dagseldur, ljós,/ í kyrrstæðum ótta/ gegnum engil hraðans,/ eins og gler“ (7), síðasttalin viðlíking gerði þetta fullkomlega óskiljanlegt, væri svo ekki fyrir. Líking um (þiðnandi) fjall tímans sáum við í Tímanum og vatninu, en í Lokaljóðum Steins verður hún enn torræðari við að það færist í hönd manns: „Eins og fleygmyndaður veggur/ rís fjall tímans/ upp af flötum lófa17 mínum“. (Augu mín, 3) og „stend ég blindur og einn/ með fjall tímans/ í framréttri hendi“ (Augu mín 4). I sama ljóði rennur líkami mælanda á undarlegan hátt saman við hafið (líkt og Hallberg benti á um mannen utan vág): „Augu mín týndust í hafið/ og hafið rann burt/ yfir hendur mínar“ (Augu mín 1). I ljósi framangreinds eru auðskilin einkunnarorð fyrstu útgáfu Tímans og vatnsins, orðuð af Archibald McLeash: „A poem should not mean but be“. Áður orðaði Mallarmé það reyndar skýrar: „Bókmenntir eru gerðar úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.