Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 129

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 129
ANDVARI UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS 127 varir og eld. Blátt er litur himins og rökkurs, ísblás hafs, kristalls og reykblár svali hellis. Grænt er auðvitað haft um gróður, lauf og stilka, en einnig um þörunga og fangavist! (iii, 10). Ennfremur eru gulnuð lauf, gulnandi straumur (xviii, 1) og gullið skrín. Brúnt er sólbrennt andlit og moldlitar axlir. Hvít er krúna dauðans og óendanleg hvít hönd (ix, 5), í heild virðist þetta einföld litanotkun, yfirleitt neikvæð og næsta hefðbundin, líkt og sjá má á 19. aldar ljóðum íslenskum. Myndhvörf Fræðimaðurinn Donald Davidson hefur skrifað merkt rit um myndhvörf, það að tala um einn hlut sem væri annað, t. d. ævikvöld. Mér sýnist hann hafa lög að mæla (bls. 254) um að myndhvörf (öðru nafni líkingar) verði ekki útlagðar, tengsl kenniliðar (þess sem um er talað, „source“ á ensku) og myndliðar (þess sem líkt er við, „target“ á ensku) séu ævinlega ótæmandi, a.n.l. óræð. í eftirfarandi umfjöllun hér verður því helst fengist við hverju er líkt við hvað, og hve breitt bil er á milli þeirra liða. Það bil er jafnan svo stórt, og fjölbreytni kenniliða og myndliða svo mikil, að ekki virðist ávinningur að nánari flokkun, t.d. eftir því hvort myndhvörfin byggjast á útlitslíkingu liðanna eða afstöðu (analógíu)14. Hinsvegar er aðgreindur und- irflokkur líkinga, þar sem eru persónugervingar, þ.e. að talað er um hugtök, hlut eða náttúrufyrirbæri eins og það væri mannvera. Einnig er talað um lífgervingu (eða lífgun), en þá er talað um dauðan hlut eins og hann væri lífvera, oftast dýr eða fugl. Þannig talar t.d. Jakob Smári um ský sem hesta- stóð, Einar Benediktsson og Tómas Guðmundsson tala um öldur eins og þær væru hestar, en Jóhann Sigurjónsson líkir myrkrinu við hest í „Sorg“. Einkum verða þó líkingar flokkaðar eftir formi, í eignarfallssambönd, við- líkingar og aðrar líkingar. Persónugervingar Þær hafa verið algengar í ljóðum frá aldaöðli. Einna algengast held ég sé að persónugera náttúrufyrirbæri. Þau verða lesendum þá nákomin; t.d. hjalandi lækur eða foss, blær hvíslar, sólin brosir, ský grúfa grátþung. I könnun minni á ljóðum þjóðskáldanna á 19. öld reyndust persónugervingar vera að meðal- tali fjórðungur líkinga að tiltölu, helmingur hjá blæleitnum, en fóru uppí fjóra fimmtu líkinga hjá sumum skáldum (Sigurjóni Friðjónssyni og Huldu). Þær eru tiltölulega fáar í Tímanum og vatninu (5 af 64), en þriðjungur (75) líkinga Lokaljóða Steins. Hjá þjóðskáldunum er fjórðungur persónugervinga fyrir- bæri himins og ljóss, ámóta tíð eru jarðnesk fyrirbæri (ísland, fjall, o.þ.u.l.). Nokkuð minna er um persónugervingar vatns, öldu, fljóts o.þ.h., en sértök eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.