Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 20
18
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
uppi lærdómsdeild menntaskóla og brautskrá stúdenta. Kom hann í
skólann laugardaginn 29. október 1927 og afhenti skólameistara á Sal
bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsett 25. október 1927, þar
sem segir:
Á fundi 22. okt s.l. hefir ráðuneytið ákveðið, að Gagnfræðaskólinn á Akureyri
skuli hjer eftir hafa heimild til að halda uppi lærdómsdeild eftir sömu reglum
og gilda um lærdómsdeild Mentaskólans [í Reykjavík], samkvæmt reglugerð
frá 1908, með tveim minniháttar breytingum viðvíkjandi aldurstakmarki og
sumarleyfi. Skal þessi deild hafa rjett til að útskrifa stúdenta og fari próf þeirra,
þar til öðruvísi verður ákveðið með lögum, að öllu fram eftir ákvæðum gild-
andi prófreglugerða Mentaskólans, enda veiti allan sama rjett. Áður en kemur
að prófi næsta vor, mun ráðuneytið gefa út reglugerð til handa Gagnfræðaskól-
anum vegna þessara áðurnefndu breytinga á lengd og starfsháttum skólans.14
Af þessum sökum telur Sigurður skólameistari skólaárið 1927-1928
langmerkilegasta ár í sögu skólans frá því hann hóf störf á Möðru-
völlum í Hörgárdal 1. október 1880. Jónas frá Hriflu var sjálfur gamall
nemandi skólans og hafði raunar verið efstur á gagnfræðaprófi árið
1905. Þórarinn Bjömsson átti því sinn þátt í því að Akureyrarskóli
fékk heimild til að brautskrá stúdenta sem leiddi til þess að skólinn var
gerður að menntaskóla með lögum frá 1930.
París, Frakkland ogfrönsk menning
Haustið 1927 hélt Þórarinn Björnsson til náms við Sorbonne háskól-
ann í París, einn fyrstur íslendinga á síðari öldum. Hreifst hann mjög af
París, Frakklandi og franskri menningu og vitnaði oft til hennar síðan
og bar saman við íslenska menningu. „Frakkar og Islendingar dýrka
gáfur í sjálfum sér, og þessi dýrkun „intelligence en soi“ [gáfnanna
sjálfra] er hættuleg.“15 Og um París segir hann: „París er ekkert eitt,
heldur er hún allt, þ.e. hún er lífið sjálft.“16 Víða talar hann um að
Frakkland sé land andstœðna „sem vega salt, en stundum sporðreisist
þó. Mér hefir stundum dottið þessi líking í hug, þegar ég hefi hugsað
um Frakkland og það lífsafl, sem þar hefir verið um langan aldur. Allt
frá því að Sæmundur fróði sótti til Parísar sína miklu þekkingu, sem
löndum hans og niðjum þótti svo furðuleg, að þeir töldu til galdra, og
fram á vora daga, hefir Frakkland og París verið ein helsta og um langt