Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 108

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 108
106 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI á vorum dögum“ og þetta vandamál framkallast á sérlega ögrandi hátt í verkum Joyce. Og enn kemur Laxness að þessu efni og að Joyce, níu árum síðar, í áður- nefndum Skáldatíma (1963). Hún hlýtur að teljast merkileg þessi „samræða" lykilhöfunda Irlands og Islands. Það er eins og Joyce sé sífellt að knýja dyra; Laxness segir landsmönnum að þama sé að vísu merkur gestur á ferð en vill þó ekki hleypa honum inn og færir fyrir því ýmis rök. Joyce er sagður bera höfuð og herðar yfir aðra súrrealista og hefur í raun útrýmt þeim [...] svo eftir stendur af uppskeru þessarar stefnu aðeins ein bók, Ulysses, sem verkar á nútímamenn eins og Fjallið Eina. Þessi tilraun er líka í eðli sínu svo einstæð að hver sá maður sem reynir að líkja eftir öðru eins furðuverki gerir sjálfan sig að minna manni; eða öllu heldur fargar sér sem rithöfundur.24 Þungavigt Halldórs Laxness í íslensku menningarlífi birtist meðal annars í því hvemig ummæli hans enduróma í textum annarra. Samlíkingin við „Fjallið Eina“ hefur þannig verið sótt til Laxness og notuð sem hrósyrði í umfjöllun annarra um Joyce. Hún birtist meira að segja aftan á kápu íslensku þýðingarinnar á Ulysses (báðum bindum), þremur áratugum síðar. Þar segir svo um skáldsöguna: „Hún er svo mögnuð í frásagnartækni sinni, lærdómi, hispursleysi og útsmoginni gamansemi, að hún „virkar á nútímamenn eins og Fjallið eina“ (Halldór Laxness).“25 Hér hefur samhengi tilvitnaðra orða verið hnikað verulega til um leið og íslenska nóbelskáldið er látið leiða Joyce inn í þau híbýli þar sem hann áður vildi meina hinum írska kollega sínum aðgang. Hvaða fjall er þetta, sem Laxness kallar Fjallið £ina, með stóru E-i, svo rétt sé farið með alla stafkróka? Raunar heita tvö fjöll á suðvesturhomi landsins „Fjallið eina“ en þótt þau rísi hvort um sig skýrt upp úr sléttlendi, standa þau vart undir svo tilþrifamikilli samlíkingu og hún yrði jafnvel tvíbent. Hvers- vegna ekki frekar Herðubreið, ef grípa þurfti til íslensks fjalls? Líklegra má því telja að þetta sé biblíuvísun og eigi að undirstrika hversu langt Joyce gangi í meinlætasamri formdýrkun sinni, sem jafnframt er þó formleysi. Nema þetta sé sjálfur Ólympstindur í íronísku aftanskini. Þegar að er gætt má sjá að Laxness fer hér tæpast lofsamlegum orðum um verk og fagurfræði Joyce. „Fjallið Eina“ er einstakt og forvitnilegt, en það er líka afbrigðilegt og ekki til eftirbreytni, vilji menn ekki fremja listrænt sjálfs- víg. Þetta undirstrikar Halldór þegar hann ítrekar [•••] að bók Joyces hefur uppurið surrealismann bæði að yrkisefnum og aðferð, og er í senn unicum og curiosum sem aðeins heyrir undir bókmentir í sama skilníngi og kálfur með fjórum höfðum undir náttúrufræðina. [...] Á þeim tíma sem þjóðfélagið var í brennipúnkti hjá mér, þá var ég í skipulagðri fjarlægð við jafnþjóðfélagslaust appírat og það sem James Joyce stýrir.26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.