Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 70

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 70
68 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI VIII Hinn 28. janúar 1828 lögðu stiftsyfirvöld til við háskólastjómina að Bessa- staðaskóli gæfi ár hvert út boðsrit til að minna á afmælisdag Friðriks kon- ungs VI. Einnig skyldi efna til hátíðar í skólanum af því tilefni. Lektor getur fyrstu hátíðarinnar 1828 í skýrslu til stjómvalda, en hana sóttu kennarar og nemendur og „de lærde“ úr nágrenninu, og hátíðin fór fram í „den överste læsestue“. Fyrst vom sungin þrjú erindi á latínu úr lofkvæði um konung sem Brynjólfur Pétursson hafði ort, en átta bestu söngmenn skólans sungu. (Sjá Brynjólfur Pétursson, 18 nm.). Ræður á latínu flutti einhver af kennurum skólans og einn nemandi, en biskup afhenti bók sem verðlaun fyrir iðni og framför. í fyrsta boðsriti skólans 1828-29 birtist þýðing á 1. og 2. bók Odyss- eifsdrápu eftir Sveinbjörn Egilsson. Næsta ár kom svo þýðing 3. og 4. bókar. Eftir það var nokkurt hlé á að fleiri þýðingar Sveinbjamar á sömu kviðu birtust í Skólaboðsritunum, en 1834-35 komu 5.-8. bók og 1837-38 bættust 9.-12. bók við og næstu þrjú árin komu 13.-24. bók út í Skólaboðsritunum. Sveinbjörn átti fleira en Hómersþýðingar í Skólaboðsritunum því að þar birtust Ólafsdrápa og Placidusdrápa á árunum 1831-33 og í Skólaboðsriti 1843^-4 gaf hann út Harmsól, Líknarbraut, Heilags anda vísur og Leiðar- vísan. Bjöm Gunnlaugsson lagði einnig sitt af mörkum í Skólaboðsritið. Árið 1833—34 birtist De mensura et del. Islandiæ eftir hann, og 1835-36 birtust Töflur yfir sólargang á Islandi. Njóla kom svo 1841—42 og að síðustu 1844- 46 Leiðarvísir til að þekkja stjömur I og II. Hallgrímur Scheving birti Hugsvinnsmál í Skólaboðsriti 1830-31 og íslenzka málshætti 1842-43. Enda þótt Hallgrímur væri sívinnandi alla ævi sér verka hans minni stað en ætla mætti. Eftir að hann gerðist kennari við Bessastaðaskóla hóf hann að safna orðum úr óbundnu máli með orðabókar- smíð að augnamiði. Af þeim brotum, sem varðveitt eru, virðist markmiðið hafa verið að safna til orðabókar sem næði frá elstu tímum íslenskrar tungu til samtímans. Þessi vinna komst aldrei af söfnunarstiginu. I bréfi sem Sveinbjöm Egilsson skrifar Rask 15. ágúst 1825 kemst hann svo að orði að Hallgrímur sé enn að safna til „prosaiskrar“ orðabókar. Og 19. september 1838, eða meira en áratug síðar, segir Sveinbjöm í bréfi til Jóns Sigurðssonar: „Úti er um það núna, að Bókmentafélagið geti tekið orða- bók Schevings. Hann fæst ekki til að redigera hana, heldur vill alltaf vera að safna, hvaðeð ogso er mikið gott, en lángtum skemtilegra og fyrirhafnar- minna. Það er heldur eingum unt að redigera hana, so honum líki, enn þótt hann ekki vilji gera það sjálfur. So eg býst ekki við öðru, en hún hýrist hjá honum, þartil hann fellur frá, hvörja ráðstöfun sem hann so gerir fyrir henni“ (.Bréftil Jóns Sigurðssonar I, 22).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.