Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 21

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 21
andvari ÞÓRARINN BJÖRNSSON 19 skeið höfuð-miðstöð vestrænnar menningar“.17 Þórarinn talar um að í Frakklandi mætist suðrið og norðrið, hitinn og kuldinn, og minnir orðalagið á frásagnir Snorra-Eddu um sköpun heimsins, en úr þessum andstæðum skapist ekki árekstrar heldur jafnvægi. „Frakkland á hæstu fjöll Evrópu, þakin eilífum snjó. Þaðan falla allt í sjó fram stríðar elfur og bergvatnsár. En Frakkland á einnig frjóar sléttur og græna dali, þar sem lygnar ár líða í hægum bugðum, en glæsilegar hallir eða rústir gamallar myllu speglast í tæru vatninu. Loks er moldin þakin alls konar gróðri. Við auganu blasa grösugir hagar, græn engi og torfær skógarþykkni. í hlíðum Vogesafjalla, Alpanna og Pýreneafjalla hefur landslag og gróður sitt sérstaka ættarmót. Og þó er svipur landsins einn. Frakkland er og verður í augum allra, bæði Frakka og annarra, »la douce France“, eins og það er nefnt í hinum fyrstu ritum, en það þýðir hið milda Frakkland.“18 Þórarinn lýsir einnig hinumfranska kyn- þœtti sem slunginn er ótrúlega mörgum þáttum. Fyrst er þjóðarstofninn, Gallamir, en áður bjuggu í landinu aðrir frumbyggjar, sem allt er mjög á huldu um. Rómversk áhrif og mótun settu svo svip á þennan stofn, germanskar og jafnvel norrænar innrásir. Meginþættirnir eru þó tveir, hinn keltneski og rómanski, mjög andstæðir sín á ntilli. Gallinn er síkvikur, einstaklingshyggjumaður, málugur, ör, traustur. Rómverjinn er hagsýnn, skyn- samur, heildarsinni og skipulagningarmaður. Til þessara tveggja róta má rekja tvo meginþætti franskrar skapgerðar. Annars vegar rökvísi, skýrleik í hugsun og framsetning. [...] Sem kynblendingur er Frakki gáfaður, en samsettur. Þeir eru óvenju fljótir að átta sig og skilja, snarráðir og ráðagóðir. Enn eru þeir einkar skilningsgóðir á mannlegt eðli, miklir sálfræðingar. En það, hve sam- settir Frakkar eru og andstæðumar ríkar í fari þeirra, veldur því, að stundum þreytast þeir á leiknum, eins og þeim leiðist þetta þóf við sjálfa sig. Þá sleppa þeir sér.19 Andstæður í lífi Frakka koma fram í því að í „stjórnmálum klofnar þjóðin í nálega tvær jafnstórar heildir, hægri og vinstri“, kirkjan á þar mikil ítök „en jafnframt eru þar einhverjir hinir hatrömmustu guðleysingjar, sem sögur fara af. Einkum er mönnum illa við, að kirkjan blandi sér í stjómmál. [...] Frakkar eru frægir fyrir að vera byltingagjarnir, og það eru þeir, en jafnframt eru þeir conservativ. [•••] I ástamálum speglast andstæðurnar gjama í lauslæti annars Vegar, en virðingu fyrir helgi hjónabandsins hins vegar. Mikið er Jjut fjölskyldugiftingar, lítið um hjónaskilnaði. Ungar stúlkur eru IjÖtraðar. Þeirra er gætt, þangað til þær fara í hjónaband. Baráttan, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.