Andvari - 01.01.2005, Síða 21
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
19
skeið höfuð-miðstöð vestrænnar menningar“.17 Þórarinn talar um að
í Frakklandi mætist suðrið og norðrið, hitinn og kuldinn, og minnir
orðalagið á frásagnir Snorra-Eddu um sköpun heimsins, en úr þessum
andstæðum skapist ekki árekstrar heldur jafnvægi. „Frakkland á hæstu
fjöll Evrópu, þakin eilífum snjó. Þaðan falla allt í sjó fram stríðar elfur
og bergvatnsár. En Frakkland á einnig frjóar sléttur og græna dali, þar
sem lygnar ár líða í hægum bugðum, en glæsilegar hallir eða rústir
gamallar myllu speglast í tæru vatninu. Loks er moldin þakin alls
konar gróðri. Við auganu blasa grösugir hagar, græn engi og torfær
skógarþykkni. í hlíðum Vogesafjalla, Alpanna og Pýreneafjalla hefur
landslag og gróður sitt sérstaka ættarmót. Og þó er svipur landsins
einn. Frakkland er og verður í augum allra, bæði Frakka og annarra,
»la douce France“, eins og það er nefnt í hinum fyrstu ritum, en það
þýðir hið milda Frakkland.“18 Þórarinn lýsir einnig hinumfranska kyn-
þœtti sem slunginn er ótrúlega mörgum þáttum.
Fyrst er þjóðarstofninn, Gallamir, en áður bjuggu í landinu aðrir frumbyggjar,
sem allt er mjög á huldu um. Rómversk áhrif og mótun settu svo svip á þennan
stofn, germanskar og jafnvel norrænar innrásir. Meginþættirnir eru þó tveir,
hinn keltneski og rómanski, mjög andstæðir sín á ntilli. Gallinn er síkvikur,
einstaklingshyggjumaður, málugur, ör, traustur. Rómverjinn er hagsýnn, skyn-
samur, heildarsinni og skipulagningarmaður. Til þessara tveggja róta má rekja
tvo meginþætti franskrar skapgerðar. Annars vegar rökvísi, skýrleik í hugsun
og framsetning. [...] Sem kynblendingur er Frakki gáfaður, en samsettur. Þeir
eru óvenju fljótir að átta sig og skilja, snarráðir og ráðagóðir. Enn eru þeir
einkar skilningsgóðir á mannlegt eðli, miklir sálfræðingar. En það, hve sam-
settir Frakkar eru og andstæðumar ríkar í fari þeirra, veldur því, að stundum
þreytast þeir á leiknum, eins og þeim leiðist þetta þóf við sjálfa sig. Þá sleppa
þeir sér.19
Andstæður í lífi Frakka koma fram í því að í „stjórnmálum klofnar
þjóðin í nálega tvær jafnstórar heildir, hægri og vinstri“, kirkjan á
þar mikil ítök „en jafnframt eru þar einhverjir hinir hatrömmustu
guðleysingjar, sem sögur fara af. Einkum er mönnum illa við, að
kirkjan blandi sér í stjómmál. [...] Frakkar eru frægir fyrir að vera
byltingagjarnir, og það eru þeir, en jafnframt eru þeir conservativ.
[•••] I ástamálum speglast andstæðurnar gjama í lauslæti annars
Vegar, en virðingu fyrir helgi hjónabandsins hins vegar. Mikið er
Jjut fjölskyldugiftingar, lítið um hjónaskilnaði. Ungar stúlkur eru
IjÖtraðar. Þeirra er gætt, þangað til þær fara í hjónaband. Baráttan, sem