Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 106
104
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
Og hið ólesna-en-skrifaða hefur víðar sett mark sitt á viðtökur verka
Joyce. Um miðjan sjötta áratuginn birtist á Islandi Heimsbókmenntasaga
Kristmanns Guðmundssonar. I eftirmála segir hann verk sitt ekki vera fræði-
lega bókmenntasögu, heldur yfirlitsrit sem byggi ekki síst mjög á hans eigin
lestri og mati.16 Um James Joyce er hann afar fáorður, þótt Joyce hafi verið
orðinn einn kunnasti nútímahöfundur Vesturlanda þegar þetta er skrifað:
Einhver sérstæðasti og frumlegasti rithöfundur aldarinnar á enskri grund [svo] og raunar
víðar er James Joyce (1882-1941). Hann hafði mikinn áhuga fyrir sálfræðilegri rann-
sökun persóna sinna og vildi umfram allt ekki feta í annarra slóðir, en var stöðugt að
reyna að endurnýja form og efnismeðferð, og eru sumar þær tilraunir fjarstæðukenndar.
Skáldsögur hans „Ulysses" og „Finnegans Wake“ eru heimskunnar, enda þótt öruggt
sé talið, að sárafáir hafi lesið þær. I báðum verkunum eru kaflar gerðir af hinni mestu
snilld og margt er þar athyglisvert, en sögumar í heild, ef sögur skyldi kalla, allt annað
en árennilegar til lesturs.17
í ljósi þess að Kristmann hafði sjálfur verið útlagahöfundur eru það kald-
hæðnisleg mistök að kenna Joyce við enska grund, en þar bjó hann aldrei og
hafði reyndar yfirgefið írska grund er hann gerðist rithöfundur og bjó eftir
það á meginlandi Evrópu. Umsögnin virðist byggjast á litlum kynnum af
verkum Joyce og er þó með neikvæðu yfirbragði: tilraunir hans eru sumar
„fjarstæðukenndar“; „talið“ er að „sárafáir“ hafi lesið skáldsögur hans; í
þeim eru að vísu snilldarkaflar en Kristmann veit þó ekki hvort þessi verk
geta talist „sögur“ og þau eru ekki árennilegt lesefni. Einungis er minnst á
Joyce á einum öðrum stað í verki Kristmanns, það er þegar rætt er um Kafka,
sem helguð er ríflega heil blaðsíða, en hann er kynntur svo: „Franz Kafka
(1883-1924) líkist að því leyti James Joyce, að hann er heimsfrægur fyrir
skáldverk, sem fáir hafa lesið.“18
Lesendur Kristmanns virðast eiga að fá þau skilaboð að Joyce sé frægur,
nærvera hans sé sjálfgefin, en í rauninni sé ekkert meira um hana að segja,
enda séu þetta ekki beint læsilegar bókmenntir. Þema ólæsileikans reynist
gegna ákveðnu bókmenntasögulegu hlutverki hjá Kristmanni og birtist einnig
í umsögnum hans um suma aðra nútímahöfunda. Ólæsileikinn er í rauninni
tákn bókmenntalegrar nýsköpunar og birtist ekki síst þegar talið berst að
þeim höfundum sem orðaðir hafa verið við framúrstefnu og módemisma.
Kristmann segir í eftirmála sínum: „Vangaveltur lærðra manna um „stefnur“
og „skóla“ hef ég leitt hjá mér að mestu, enda tel allt slíkt hæpið.“19 Þó virðist
mér ljóst að módernisminn birtist hjá Kristmanni sem skóli „ólæsileikans“.
Þannig segir til dæmis um William Faulkner: „En hann er, eins og T. S. Eliot,
meistari í þeirri íþrótt að skrifa lítt skiljanleg og stundum alveg óskiljanleg
verk. Slíkur skáldskapur hefur verið mjög í tízku síðustu þrjátíu árin, en nú
eru lesendur alheims orðnir leiðir á þeim keisaraklæðum og naumast aðrir en