Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 106

Andvari - 01.01.2005, Side 106
104 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Og hið ólesna-en-skrifaða hefur víðar sett mark sitt á viðtökur verka Joyce. Um miðjan sjötta áratuginn birtist á Islandi Heimsbókmenntasaga Kristmanns Guðmundssonar. I eftirmála segir hann verk sitt ekki vera fræði- lega bókmenntasögu, heldur yfirlitsrit sem byggi ekki síst mjög á hans eigin lestri og mati.16 Um James Joyce er hann afar fáorður, þótt Joyce hafi verið orðinn einn kunnasti nútímahöfundur Vesturlanda þegar þetta er skrifað: Einhver sérstæðasti og frumlegasti rithöfundur aldarinnar á enskri grund [svo] og raunar víðar er James Joyce (1882-1941). Hann hafði mikinn áhuga fyrir sálfræðilegri rann- sökun persóna sinna og vildi umfram allt ekki feta í annarra slóðir, en var stöðugt að reyna að endurnýja form og efnismeðferð, og eru sumar þær tilraunir fjarstæðukenndar. Skáldsögur hans „Ulysses" og „Finnegans Wake“ eru heimskunnar, enda þótt öruggt sé talið, að sárafáir hafi lesið þær. I báðum verkunum eru kaflar gerðir af hinni mestu snilld og margt er þar athyglisvert, en sögumar í heild, ef sögur skyldi kalla, allt annað en árennilegar til lesturs.17 í ljósi þess að Kristmann hafði sjálfur verið útlagahöfundur eru það kald- hæðnisleg mistök að kenna Joyce við enska grund, en þar bjó hann aldrei og hafði reyndar yfirgefið írska grund er hann gerðist rithöfundur og bjó eftir það á meginlandi Evrópu. Umsögnin virðist byggjast á litlum kynnum af verkum Joyce og er þó með neikvæðu yfirbragði: tilraunir hans eru sumar „fjarstæðukenndar“; „talið“ er að „sárafáir“ hafi lesið skáldsögur hans; í þeim eru að vísu snilldarkaflar en Kristmann veit þó ekki hvort þessi verk geta talist „sögur“ og þau eru ekki árennilegt lesefni. Einungis er minnst á Joyce á einum öðrum stað í verki Kristmanns, það er þegar rætt er um Kafka, sem helguð er ríflega heil blaðsíða, en hann er kynntur svo: „Franz Kafka (1883-1924) líkist að því leyti James Joyce, að hann er heimsfrægur fyrir skáldverk, sem fáir hafa lesið.“18 Lesendur Kristmanns virðast eiga að fá þau skilaboð að Joyce sé frægur, nærvera hans sé sjálfgefin, en í rauninni sé ekkert meira um hana að segja, enda séu þetta ekki beint læsilegar bókmenntir. Þema ólæsileikans reynist gegna ákveðnu bókmenntasögulegu hlutverki hjá Kristmanni og birtist einnig í umsögnum hans um suma aðra nútímahöfunda. Ólæsileikinn er í rauninni tákn bókmenntalegrar nýsköpunar og birtist ekki síst þegar talið berst að þeim höfundum sem orðaðir hafa verið við framúrstefnu og módemisma. Kristmann segir í eftirmála sínum: „Vangaveltur lærðra manna um „stefnur“ og „skóla“ hef ég leitt hjá mér að mestu, enda tel allt slíkt hæpið.“19 Þó virðist mér ljóst að módernisminn birtist hjá Kristmanni sem skóli „ólæsileikans“. Þannig segir til dæmis um William Faulkner: „En hann er, eins og T. S. Eliot, meistari í þeirri íþrótt að skrifa lítt skiljanleg og stundum alveg óskiljanleg verk. Slíkur skáldskapur hefur verið mjög í tízku síðustu þrjátíu árin, en nú eru lesendur alheims orðnir leiðir á þeim keisaraklæðum og naumast aðrir en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.