Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 26
24 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI drægur í kröfum fyrir hönd sinnar stofnunar gagnvart ríkisvaldinu. [...] Hjartagæsku og tilfinningasemi Þórarins er mjög við brugðið, enda var hún sá þáttur í skaphöfn hans, sem grynnst var á, stóð raunar ofar mannviti hans ríkulegu, og galt hann þess oft í viðskiptum við heiminn.“30 Halldór Blöndal, alþingismaður og fyrrum ráðherra, segir: „Nem- endur hlökkuðu til þess að sitja í tíma hjá Þórami Björnssyni og ósjálf- rátt mættu þeir ekki í tíma ólesnir. Þeir fundu hversu skólameistara tók það sárt, að þeir skyldu svíkja sjálfa sig að þessu leyti. Þótt náms- greinin héti franska og naumur tími væri til stefnu, bar margt á góma. Þar var fjallað um hið mannlega, um fegurð og sönn verðmæti, en varað við uppgerð og yfirborðsmennsku.“31 Bjöm Teitsson, fyrrum skólameistari á ísafirði, segir: „Hann var besti kennari, sem ég hef numið hjá, að öllum öðrum ólöstuðum. Þekk- ingu hans á franskri tungu og bókmenntum var við brugðið, og á því sviði fylgdist hann jafnan mætavel með. Kennslan var honum leikur einn, enginn nemandi komst hjá að fylgjast með í tímum hjá „meist- ara“. Oft sagði hann frá dvöl sinni í Frakklandi á námsárunum, og flestir sem hjá honum námu, fylltust ósjálfrátt aðdáun á franskri menn- ingu, sem honum var svo kær. Einatt var vikið frá námsefninu, ýmist til að segja skemmtilegar sögur eða til að leggja nemendum holl ráð. I slíkum efnum geta margir skotið yfir markið, en hjá Þórami átti það sér naumast stað. Andi hans var svo fjörmikill, oft nánast gáskafullur, og svo sífræðandi, að seint gleymist.“32 Engum vafa er því undirorpið að Þórarinn Björnsson var einstökum hæfileikum búinn sem kennari og í kennslu sinni sameinaði hann fræðslu, upplýsingu og umvöndun eins og er í allri kennslu sem ein- hvers virði er. Maðurinn - sjálfslýsing Til er sjálfslýsing sem Þórarinn Bjömsson skrifar í skólastíl á náms- árum sínum í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, væntanlega veturinn 1923-1924, þegar hann er 18 ára að aldri. Lýsingin er með gaman- sömum blæ en Þórarinn er mjög hreinskilinn og opinskár í orðum, enda hefur hann naumast búist við því að sjálfslýsingin birtist alþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.