Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Síða 112

Andvari - 01.01.2005, Síða 112
110 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI IX Augljóst er af skránni að tímamót verða í íslenskum Joyce-þýðingum árið 1982, þegar haldið var upp á hundrað ára afinæli skáldsins. Þá birtist Dublin- ers í heild í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar undir heitinu / Dyflinni. Sig- urður þýddi síðar tvær af skáldsögum Joyce og varð mjög virkur í kynningu á verkum hans á Islandi og þannig verður staða Joyce á Islandi nátengd Sigurði sem þýðanda og bókmenntamanni. Sigurður skrifar formála að þeim bókum Joyce sem hann þýðir og er það lofsvert. Það gerist alltof oft á Islandi að þýddum merkisverkum er ekki fylgt úr hlaði með kynningu og umfjöllun (ég hallast að eftirmálum fremur en formálum). Þótt ég muni gagnrýna viss atriði í formála Sigurðar að bókinni I Dyflinni tel ég að fleiri þýðendur eða aðstandendur þýðinga hér á landi mættu sýna þann metnað sem Joyce-for- málar Sigurðar bera vitni um. í formálanum að / Dyflinni segir Sigurður: „Þessi þýðing á Dubliners er tilraun til að gera einn af skáldjöfrum aldarinnar (sem aukþess er náfrændi okkar) gjaldgengan í íslenskum bókmenntum og jafnframt virðingarvottur á hundrað ára afmæli skáldsins.“ Hér er semsé vikið að „ættartengslunum“ við íra, sem maður hefði búist við að heyra fyrr í íslenskri umræðu um Joyce, og jafnframt er ljóst að afmælisárið hefur verið visst tilefni þess að bókin er gefin út á íslensku og skal því ekki gert lítið úr vægi afmæla. Sigurður minn- ist því næst á skáldsögur Joyce, Ulysses og Finnegans Wake, og nú hljómar einkennilegur afsökunartónn strax á fyrstu síðu formálans: „I samjöfnuði við þessi tvö öndvegisverk er smásagnasafnið / Dyflinni að sjálfsögðu minni- háttar verk. Fyrir þá sem lesið hafa höfuðrit Joyces hljóta smásögurnar að bera svip af fingraæfingum eða undirbúningsvinnu.“ Þótt hann ræði síðan þá verðleika sem þessar sögur búi yfir, fær annars ágæt umræða Sigurðar falskan hljómbotn hér og hann er viðvarandi í formálanum. Þýðandi segir m.a.s. síðar: Það er erfitt að gera sér grein fyrir hve frumlegar og óvenjulegar sögumar í þessari bók voru þegar þær komu fyrst fyrir almenningssjónir fyrir tæpum sjötíu árum, vegna þess að tæknin sem Joyce beitir og kynnti (um svipað leyti var Tsékhov að fást við mjög áþekkar nýjungar austurí Rússlandi) er löngu orðin almenningseign og stendur víða undir sannkölluðum smásagnaiðnaði. Og hann klykkir út með því að segja um bók Joyce: „Fráleitt veldur hún sömu tíðindum á íslandi árið 1982 og hún olli í enskumælandi löndum árið 1914, en hún á eigi að síður erindi inní íslenskar bókmenntir sem eitt af tíma- mótaverkum heimsbókmenntanna.“29 Það er reyndar vafasamt að segja að bókin hafi þótt heyra til mikilla tíðinda 1914, en þau tíðindi spurðust út síðar og alla tíð síðan. Og ég tek
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.