Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 56

Andvari - 01.01.2005, Page 56
54 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Þórarinsson, Vibe amtmaður og Grímur Thorkelín leyndarskjalavörður. Nefndarmönnum tókst ekki að koma sér saman um hvað til bragðs skyldi taka. Grímur Thorkelín og Stefán Þórarinsson vildu hafa tvo latínuskóla. Magnús Stephensen og Vibe lögðu til að biskupsstóll og skóli á Hólum yrði lagður niður, Island gert að einu biskupsdæmi og Hólaskóli og Hólavallar- skóli sameinaðir í einn. Stjómvöld í Danmörku féllust á tillöguna. Biskups- stóll og skóli á Hólum var lagður niður með konungsbréfi 2. október 1801, en nemendum vísað til Hólavallarskóla til frekara náms. Síðustu stúdentar frá Hólaskóla voru brautskráðir vorið 1802. II Hinn 18. maí 1805 skrifaði kansellíið Stefáni Þórarinssyni settum stiftamt- manni og Geir biskupi Vídalín bréf um að konungur hefði daginn áður kveðið upp úrskurð um „Organisationen af en Interims-Skole paa Bessastad“. í bréf- inu kemur fram að biskup og Stefán höfðu talið vænsta kostinn að gera Bessa- staði, sem lengi hafði verið aðsetur æðstu valdhafa í landinu, að skólasetri til bráðabirgða þar sem nýorðinn stiftamtmaður hafnaði því að hafa þar aðsetur, en hentugt húsnæði fyrir skólahald lá ekki á lausu í Reykjavík. Húsakynni Hólavallarskóla voru hins vegar svo forfallin að viðgerð svaraði ekki kostn- aði. Hér hittist því vel á. Fram kemur í bréfinu að nokkra viðgerð yrði að gera á húsakynnum Bessastaða og var samþykkt að veita til þess 200 dölum. Þá var kveðið svo á að veita skólasveinum 24 námsstyrki, hinar svonefndu „ölmusur“, sem hver nam 40 dölum og að auki yrðu styrkhöfum veittir 20 dalir úr skólasjóði, hvort sem nemendur hlutu heila eða hálfa ölmusu. I bréfinu var fjallað um störf skólaráðsmanns, „spiseverts“, og stiftsyfir- völdum og skólastjóra falið að ráða fram úr ráðningu hans. Einnig var kveðið á um fjárframlag til að kaupa innanstokksmuni í skólann og sjá honum fyrir bókakosti (Lovsaml. VI, 752-55): Bessastaðaskóla var ætlað að vera prestaskóli að öðrum þræði líkt og stóls- skólamir voru áður auk þess að búa skólasveina undir háskólanám að skóla- vist lokinni. Þeir urðu því að kunna nokkuð fyrir sér í guðfræði hvort sem þeir hugðust gerast kirkjunnar þjónar eða ekki. í samræmi við það bar æðsti maður skólans stöðuheitið lektor theologie. í áðurnefndu bréfi var að síðustu frá því greint að Steingrímur Jónsson cand. theol. yrði lektor, þ. e. skólastjóri. Auk hans skyldu tveir aðrir kennarar ráðnir til skólans. Steingrímur Jónsson nam skólalærdóm sinn í Skálholti og í Hólavallar- skóla og brautskráðist þaðan 1788. Tveimur árum síðar gerðist hann skrifari Hannesar biskups Finnssonar og eftir andlát hans var hann Valgerði ekkju biskups innan handar sem heimiliskennari. Þegar Steingrímur sigldi utan til frekara náms við Hafnarháskóla sumarið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.