Andvari - 01.01.1941, Qupperneq 62
58
Guðmundur Finnbogason
andvaui
vill heldur bók eða kvikmynd. Aftur mundu skrifstofumenn
finna þörf á aÖ hreyfa sig eftir kyrrseturnar. Það, sem einum
þykir þrælavinna, þegar það er hversdagsvinna hans, t. d. garð-
yrkjustörf, þykir öðrum bezta skemmtun og hressing, þegar
hann gerir það í tómstundum sinum. Ef vér lítum yfir hið
helzta, sem menn verja tómstundum sínum til, þá sjáum vér,
að það er raunar tvenns konar: annars vegar er það fólgið í
því að horfa og hlusta á það, sem aðrir gera eða hafa gert,
hins vegar í því að hafast eitthvað að sjálfur, sem rnanni er
ljúft að gera. Til hins fyrra má telja: að hlusta á útvarp eða
hljóðrita, fara í bíó, leikhús, hljómleika, ganga á söfn, þjóð-
rninjasöfn, náttúrugripasöfn, listasöfn o. s. frv., horfa á
íþróttir, kappleika o. s. frv. Til hins síðara má telja: lestur,
ritstörf, tafl, spil, samkvæmislíf, ferðalag og iðkun hvaða
listar eða íþróttar sem er og loks hvaða verlc sem er, ef menn
vinna það af frjálsum vilja, af því að þeir kjósa það heldur
en iðjuleysið. Allt getur þetta verið gott, hvað á sínum tíma,
eftir því sem á stendur. Allt getur það auðgað lífið. Engu að
síður verður því varla haldið fram, að það sé allt jafngott
og gilt, og þá kemur spurningin: Hvar er mælikvarðinn? Eftir
hverju dæmum vér, er vér segjum, að einn verji tómstunduin
sínum betur en annar? Hvað mundum vér segja við ungling.
sem vildi fræðast um það, hvaða skoðunarháttum hann ætti
að beita, er thann ráðstafaði tómstundum sínum? Ég mundi
segja við hann eitthvað á þessa leið: Ég býst við, að þú viljir
verja tómstundum þínum þannig, að þær glæði lífsþrótt þinn
fremur en veiki, að þú verðir heldur vitrari en heimskari,
heldur betri maður en verri eftir en áður. En viljirðu þetta,
þá er þess að gæta, að þróttur manns og vit og góðleiki glæð-
ist hezt af samlífi við þá menn, sem sjálfir eru þessum eigin-
leikum gæddir, eða af kynningunni við verk þeirra. Nú á ekki
liver maður alltaf aðgang að slíkum mönnum, en í stað þess
oft að verkum þeirra, sem geyma það, sem bezt var í mönn-
unum. Það eru ekki margir, sem eiga því láni að fagna að
kynnast persónulega mesta rithöfundi eða tónskáldi, málara,
myndasmið, vísindamanni sinnar samtíðar, en verkum þess-