Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 7

Andvari - 01.01.1933, Side 7
Klemens Jónsson ráðherra. Klemens Jónsson er fæddur á Akureyri 27. ágúst 1862. Foreldrar hans voru Jón Borgfirðingur rithöfund- ur og kona hans Anna Eiríksdóttir bónda á Vögluns Sigurðssonar. Árið 1865 fluttist hann til Reykjavíkur með foreldrum sínum, og þar ólst hann upp. Vorið 1877 tók hann inntökupróf í lærða skólann og lauk stúdentsprófi 1883 með I. einkunn, 92 stigum. Meðan hann var í skóla, vann hann á sumrum við búð- arstörf í Reykjavík, og þá þegar tók hann að safna ýmsum fróðleik, er við kom sögu bæjarins. Haustið 1883 sigldi Klemens til Kaupmannahafnar og las þar lögfræði í háskólanum. Á Hafnarárunum lók Klemens mikinn þátt í félagslífi stúdenta, enda var hann alla æfi gleðimaður, sem kunni vel við sig í samkvæm- um. Hann var í miklum metum meðal stúdenta, eins og sjá má af því, að hann var kosinn »hringjari« á Garði. Er það ein hin helzta virðingarstaða, er siúdenti við Hafnarháskóla getur hlotnazt, og hefir að eins einn annar íslendingur hlotið hana. Þann 4. júní 1888 lauk Klemens lögfræðiprófi með I. einkunn. Eftir nokkra dvöl í Reykjavík varð hann að- stoðarmaður í íslenzku stjórnardeildinni í Kaupmanna- höfn. Á þeim árum fekkst hann mikið við lestur sagn- fræðirita. Enn fremur lagði hann mikla stund á að kynna sér þjóðfélagslöggjöf Dana. Mátti síðar sjá árang- ur þess í starfsemi hans á alþingi.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.