Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 12

Andvari - 01.01.1933, Page 12
8 Klemens Jónsson rí&herra. Andvtri landi. Þeita mál var ræit á þinginu af miklu kappi, og var þingmönnum að verða það ljóst, að brýna nauðsyn bæri til, að íslenzk lög væri kennd á íslandi. Þetta mál hafði áður komið fram á alþingi, en það hafði varla verið tekið alvarlega. Nú urðu þau endalok málsins, að samþykkt var tillaga frá ]óni Þorkelssyni um að stofna háskóla á íslandi. Stjórnin neitaði að staðfesta lögin, en málið hélt þó áfram, þangað til lagaskólinn var stofn- aður með lögum 4. mars 1904. Hann tók þó ekki til starfa fyr en 1. október 1908, er fé hafði verið veitt til hans í fjárlögum. Klemens hlaut launin fyrir starf- semi sína í þágu háskólans, því að það féll í hans hlut, að halda, í fjarveru ráðherrans, stofnsetningarræðu háskól- ans 17. júní 1911. Er sú ræða prentuð í Lögréttu VI. árgangi bls. 112. Árið 1901 var Klemens kosinn forseti neðri deildar og aftur 1902 og 1903. Tók hann því lítinn þátt í umræðum á þinginu, og gætti hans nú minna en áður. Stundum veik hann þó úr forsetastól til þess að tala fyrir áhugamálum sínum. Á þinginu 1902 héit hann til dæmis mikla ræðu fyrir byggingu gagnfræðaskólans á Akureyri. Klemens var einn af þeim þingmönnum, er beittu sér fyrir stofnun fslandsbanka. Hann var á þeirri skoðun, að nauðsynlegt væri að fá erlent fjármagn inni í landið. Mun þessi skoðun hafa ráðið því, að hann löngu síðar tók að sér stjórn félagsins »Títan«, þótt ekkert yrði af framkvæmdum. Á þeim árum, er Klemens sat á þingi, var stjórn- arskrármálið aðaldeiluefni flokkanna. Klemens fylgdi auðvitað stefnu heimastjórnarflokksins, en er frumvarp Valtýinga var samþykkt 1901, fór hann að efast um, hvort rétt væri að halda stjórnarskrárbaráttunni lengur

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.