Andvari - 01.01.1933, Síða 16
12
Klemens ]ónsson ráÖherra.
Andvari
æsku að safna sögulegum fróðleik, en vegna embættis-
anna vannst honum ekki mikill tími til ritstarfa. Stærstu
verk hans eru unnin í hjáverkum hjá miklum og marg-
brotnum störfum. Hann fekk því aldrei að njóta sí*
sem skyldi á þessu sviði, en engu að síður er það
furða, hve miklu hann fekk afkastað.
Klemens fekkst einkum við persónusögu, enda var
hann fyrst og fremst ættfræðingur. Hann heyrði til hinum
gamla flokki íslenzkra sagnritara, þeirra ]óns Espólíne
og Gísla Konráðssonar, þótt hann auðvitað væri þeim
f ýmsu frábrugðinn, enda lifði hann á öðrum tímum.
Mannlýsingar hans eru oft mjög góðar og skemmtilegar,
ekki sízt af þvi, að hann var einkar laginn á að nota
alls konar smásögur, tii þess að sýna einkenni þess fólks,
er hann skrifaði um. Frásögn hans var jafnan auð-
læs og þægileg.
Meðan Klemens var sýslumaður í Eyjafirði, tók hann
að semja ættartölu útbreiddustu og fjölmennustu ættar í
héraðinu. Þessi ætt (Sveinsætt, er hann nefnir svo) er
nú dreifð út um allt land, og var þetta því mikið verk.
Klemens var alit til æfiloka að auka við þessa ættar-
tölu, enda er hún heljar-mikil bók. Hún hefir ekki verið
prentuð, og er handritið nú í eigu Tryggva Þórhalls-
sonar fyrv. forsætisráðherra. Mun þetta ættartölusaf*
vera einn hinn traustasti grundvöilur fyrir íslenzka ætt-
vísi á síðari tímum, það sem það nær.
Kiemens vann mikið starf fyrir sögufélagið. Hann
var í stjórn þess frá 1906 til æfiloka. Síðustu 23 árin
var hann gjaldkeri þess. Frá honum er kominn álitlegur
hiuti af útgáfuritum félagsins. Á því það félag honum
mikið að þakka, enda þótti honum einkar vænt um það
og starfsemi þess.
Nú skuiu hér nefndar bækur þær, er Klemens hefir