Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 17

Andvari - 01.01.1933, Side 17
Andv«ri Klemens Jónsson ráöherra. 13 samið eða gefið úf, og einnig helziu ritgerðir í tíma- ritum. Auk þess liggur eftir hann mikill fjöldi af grein- um í blöðum og ýmis konar smælki frumsamið eða út- gefið i tímaritum. Stærsta rit hans, sem prentað hefir verið, er Saga Reykjavíkur, I —II Rvík, 1929, afar mikið verk og fróð- legt, en er fyrst og fremst safn, en ekki unnið úr því að sama skapi. Það er sérstaklega merkileg heimild um persónusögu og ættfræði Reykjavíkurbúa síðustu 100 ár, og lifnaðarhætti í bænum síðustu mannsaldrana. Þá kemur, Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á ís- landi. Rvk, 1930, mjög fróðleg bók og einstæð í bók- menntum vorum. Þriðja bókin er, Grund í Eyjafirði. Saga hennar. Rvk. 1923 — 1927. Minni bækur eftir Klemens eru Lögfræðingatal; Rvk. 1910, ísafoldarprent- smiðja. Söguágrip af 50 ára starfsemi hennar 1877— 1927, Rvk. 1927. Um fógetagerðir, Ak. 1903. Hann samdi einnig skýrslu um dómgæzlu í landshagsskýrslum 1910 og embættismannatal í landshagsskýrslum 1905 og 1911. Klemens gaf út landsyfirréttardóma og hæsta- réttardóma í íslenzkum málum 1802 — 1830, Rvk. 1916— 1931, þrjú bindi. Dómasafnið, á að ná til 1873, en út- gáfan var ekki komin lengra, er Klemens andaðist; Einar Arnórsson sá um útgáfu 6. heftis af þriðja bindi. Þá gaf Klemens út æfisögu Þórðar Sveinbjörnssonar, Rvk. 1916, og ásamt dr. Jóni Þorkelssyni, æfisögu ]óns Þorkelssonar skólameistara, I.—II., Rvk. 1910. í tímaritum má nefna þessar ritgerðir, er Klemens hefir samið. Islands Forfatning og Fremtid, Tilskueren 1902. Um þjóðfundinn 1851, Andvari 1906. Páll Jakob Briem, Andvari 1907. Þjóðfundurinn 1851, Andvari 1907. Jóh. Júlíus Havsteen, Andvari 1916. Enn um þjóðfundinn,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.