Andvari - 01.01.1933, Qupperneq 28
24
Fiskirannsóknir.
Andvari
á sumar, er hann fer aftur að leita á grunn, með vax-
andi sjávarhita og komu þeirra sund- og svifdýrs
(loðnu, kampalampa, augnasílis, rauðátu o. fl.), er hann
nærist mest á. Saman við þenna fisk, blandast svo sá
fiskur (þorskur, ýsa, síld, ufsi o. fl.), sem farið hefir
burtu til hrygningar, fyrst niðri í djúpunum, síðar inni
á grunnunum, en álarnir verða hér, eins og annarsstað-
ar við landið (t. d. ]ökuldjúp í Faxaflóa, Kolluáll í
Breiðafirði, Djúpáll við ísafjarðardjúp, sbr. skýrslu 1927
til 28, bls. 47), þjóðbrautir þær, sem fiskurinn gengur
eftir upp á grunnin og á grunnunum og í fjörðunum
inn af þeim taka svo fiskaseiði þau, er berast svífandi
að Norðurlandi, sér bólfestu, þegar þau hætta sviflífi
sínu og leita botnsins.
Eftir þetta almenna yfirlit yfir dýpi, botnlag og fiski-
göngur í Norðurflóa, skal ég nú skýra stuttlega frá hinu
helzta, er ég varð var þessa daga sem ég var á >Skalla-
grímic. Mér voru þessir dagar mjög mikilsverðir, þar
sem ég hafði aldrei haft tækifæri til að vera á reglu-
legu fiskiskipi fyrir Norðurlandi og aldrei verið þar svo
snemma sumars, eða einmitt um það leyti, sem fiskur
er að byrja að ganga þar á miðin, eftir vetrarhvíldina.
Auk þess hafði ég aldrei verið á þessum slóðum fyrri,
enda þótt ég hafi verið víða, bæði á djúp- og grunn-
miðum við Norðurland, — á rannsóknarskipunum >Þór«
og >Dönu«.
Eins og áður var sagt, héldum vér viðstöðulaust
af Dritvíkurgrunninu norður á Skagagrunn. Oti fyrir
Rauðasandi voru nokkrir enskir togarar, eins og vant
er, en annars sáust sára fá skip úti fyrir Vestfjörðum
og Ströndum, einstaka togari og 1 ísfirskur mótorkútt-
ari. Vér komum á Skagagrunnið snemma morguns, 19.
maí, og tókum þegar til óspilltra málanna, köstuðum strax.