Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 29

Andvari - 01.01.1933, Page 29
Andvari Fiskirannsóhnir. 25 Skagagrunnið liggur út af Skaga, milli Húnaflóaáls «2 Skagafjarðardjúps, álíka langt til hafs og Skaginn er iangur, talið frá botni Húnafjarðar (rúmar 30 sjóm.). Út Irá Skaga er fyrst breitt landgrunn, svo er lægð í Srunnið um miðbik þess, en svo grynkar aftur, svo að á stóru svæði á utanverðu grunninu, er aðeins 50 fðm. dÍPÍ eða minna og þar sem grynnst er, innan við 20 fðm. Er það hið eiginlega Skagagrunn. Þar vex þari í botni og menn hafa komist þar í rauðan þaraþyrsk- I'no.1) Austurbrún grunnsins er allhlykkjótt, en vestur- brún þess er mikið til bein og snardýpkar af henni niður í Húnaflóaálinn. Vér lentum utarlega á vesturbrún grunnsins, um 30 sjóm. nt af Skaga og toguðum þar næstu 3 daga. Þaðan sem vér vorum lengst úti, vatnaði yfir Skagann og allt lág- lendi, en vár færðum oss smámsaman suður eftir grunn- inu, svo langt að Skaginn fór að koma upp, er vér vorum um 15 sjóm. undan landi. Var ýmist togað «PPÍ á grunninu á 55—90 fðm., úti í álnum á 100—150 fðm., eða af brúninni og út í djúpið, eða þá öfugt og fert sig með henni út og inn, á umgetnu svæði. Botn- inn var yfirleitt harður uppi á grunninu og smáir og stórir steinar á víð og dreif, sennilega bornir þangað í bafísjökum, sem oft standa botn á grunninu. Komu nokkrir af þessum steinum í vörpuna og sumir all- ttyndarlegir, hinn stærsti 6—800 pd. Var í þeim lítill lengur, því þeir vildu rífa vörpuna og opna fiskinum leið út úr henni. Úti í álnum var botninn mestmegnis leir. Þarna voru dregnir 14—16 drættir á dag og aflinn 20-25 pokar, en annars var fiskurinn nokkuð mishitt- vr, svo að aflinn í drætti gat verið frá slöttung upp f 1) Einhversstaöar úti á Skagagrunni á hið fræga Sporðagrunn að vera. En ekki vita menn nú með vissu, hvar það er.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.