Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 31

Andvari - 01.01.1933, Side 31
Anbvari Fiskirannsóknir. 27 ar, ógolnir; engan sá ég gjótandi og ekki er gott að wta, hvar þeir ógotnu fiskar, sem sloppið hafa fram hjá veiðibrellum mannanna á þessum slóðum þetta vor, eða endra nær, hafa gotið, hvort þeir hafa gert það þar, eða dregið sig vestur fyrir Hornstrendur til þess, eða hvort þeir hafa annars gotið það árið. Engin fiska- e99 tókst mér að fá í háf, sem ég dró með skips- síðunni. Af ýsu var fátt, einkum af stórýsu, hún var augljós- íega ekki farin að ganga þarna enn. Af kurlýsu var winna, og hefir hún sennilega verið þarna (í álnum) um veturinn.i) Af ufsa var slangur uppi á grunninu, bæði stór- og Wiðlungsufsa, og öllu meira af hinum síðartalda. Niðri 1 álnum hvarf hann að mestu að vanda. I mögum ufs- ans var töluvert af augnasíli og stundum ældi hann því v*ð skipshliðina, þegar maginn umhverfðist. Annars var augnasíli bæði í þorski og ufsa oft mikið eða al-melt °9 litaði það saurindin sterk rauð, iíkt og rauðáta í s'ld, enda munu fiskimenn líka nefna það því nafninu, tegar svona stendur á, og segja þeir að það fari illa Weð hendurnar, líkt og hin eiginlega rauðáta. Af þessu leiðir, að ekki má gera ráð fyrir því sem sjálfsögðu, að u,n eiginlega rauðátu sé ávallt að ræða, þegar fiski- •uenn tala um rauðátu. í sambandi við þetta vil ég geta þess, að Friðl. Jóhannes- son, útvegsbóndi á Siglufirði, skýrði mér frá því síðastl. haust, að í þorski, sem veiddist á 120—180 fðm. dýpi úti fyrir Siglufirði, heföu, þá í okt. —nóv., verið 4—5 þuml. löng ýsuseiði, 5 — 8 í sumum. Sýnir það, að ýsuseiðin, sem berast svífandi norður fyrir land, draga sig þegar á fyrsta hausti niður í djúpin þar úti fyrir; því mjög er það ólíklegt, að þorskurinn hafi komið langt að, t. 4. vestan fyrir land með þau hálf- eða lítt melt. Hann hefir óefað tekið þau þar sem hann veiddist, eða á næstu grösum við það.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.