Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 37

Andvari - 01.01.1933, Page 37
Andvsrí Fiskirannsóknir. 33 Suður-Kantar byrja þar sem Norður-Kantar enda, citthvað 30 sjóm. NV af Garðskaga og ná nokkuð óá* kveðið S og V með Jökuldjúpi, þangað til komið er 40 sjóm. vestur af Reykjanesi, svo tekur við útjaðar Eld- eyjarbanka, sem nær 50—60 sjóm. VSV af Reykjanesi, á móts við ytri Fuglaskerin. Dýpið á Köntunum er 50—70 fðm. og smá-vex út á brúnina, þar sem það er 100 fðm. og svo dýpkar snögglega niður á 120 — 150 fðm., úti í sjálfu Djúpinu og misdýpi töluvert, þar sem f einum drætti (3V2—4 sjóm.) gat dýpkað frá 100 fðm., UPPÍ á brúninni, allt niður í 160 fðm., úti í Djúpinu. Botninn er snögóttur, enda er hann lítið »togaður« enn, bar sem þessar slóðir hafa hingað til verið lítið sóp- aðar með botnvörpunni. Vér komum út á þessa slóð um 5 Ieytið að morgni maí og köstuðum á 100 — 105 fðm., ca 20 sjóm. V af Garðskaga, en afli varð lítill, aðeins slöttungur eftir 1 klst. Var því haldið yfir Jökuldjúpið norður á suður- brún Dritvíkurgrunns, þar sem saman voru komnir nokkurir ísl. togarar og urmull af færeyskum kúttúrum, °9 fiskað þar fram á næsta morgun, en aflinn lítill, 15 pokar allan daginn, mestmegnis stór og sæmilega feitur, en mjög lifrarlítill þorskur og slangur af öðrum fiski af vanalegu tæi og mikið af smásteinbít. Svo voru tölu- verðar festur og rifrildi, eins og títt er á þeim slóðum °9 þar sem við það bættist mikið aflaleysi næsta morg- un, var farið um 7-leytið aftur suður á Suður-Kanta og leitað á 100 fðm., ca 30 sjóm. VNV af Garðskaga (40 sióm. NV af Reykjanesi); voru þar nokkurir ísl. og ^ranskir togarar fyrir. 1) Siðuslu verlíð höfðu 20—30 franskir og 2—3 spánskir tog- arar verið hér við land og nokkrar stórar franskar skonortur höfðu fiskað með lóðum á dorjum á Selvogsbanka. 3

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.