Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 38

Andvari - 01.01.1933, Side 38
34 Fiskirannsóknir. Andvari Hingað til hafði hin vanalega botnvarpa, með enska átbunaðinum verið brúkuð, þó með þeirri breytingu frá hinu vanalega fyrirkomulagi, að tveim 26' feta >leggjum« (o: vírbútum) var skotið inn milli vængenda og hlera og varpan þar með gerð víðfeðmari, en þegar hlerarnir eru festir beint á vængendana, og um leið veiðnari. Þetta er breyting í áttina til útbúnaðar á »frönsku vörp- unni<, svo nefndu, sem nú er almennt brúkuð á öll- um togurum. Hún byrjaði með litlum hlera, láréttum, á miðri höfuðlínu og tveim smáhlerum, sem festir voru góðan kipp frá aðalhlerunum, hvor á sinn streng. Nú eru þeir horfnir, en aðalhlerarnir festir við járngrind eða trékubb (»lalla<) á vængendunum, með 20 - 60 fðm. vírstrengjum (>kabal< sbr. danskt Skovlvaad) og geta spennst langt út til hliðanna, þegar varpan er dregin, og aukið veiði hennar mikið, allt aðþriðjung.segjamenn; þess vegna getur hún orðið of veiðin, þar sem mjög mikill fiskur er fyrir, eins og á Selvogsbanka á veturna, og er því ekki brúkuð mikið, fyrri en fiskur fer að strjál- ast. — Nú var franska varpan tekin upp hjá oss og »kablarnir< hafðir 35 fðm. á lengd* 1). Jókst nú aflinn að mun, 2 —3-skipt í drætti, en þar með fylgdi, að varpan og strengirnir fylgdu fastara með botninum og vildu festast; höfuðlínan vildi slitna og vængirnir rifna. Til þess að vinna móti þessu, hafa menn nú mikið af flothylkjum (úr járn-alúminíum) á höfuðlínu og belg, til þess að halda þeim á lofti, en á >Skallagrími< var nú of lítið af þeim og áf því komu festurnar. 1) í Lesbók Morgunblaðsins 1932, 15.—16. tbl. lýsti ég stuttlega i öllum aðalatriðum, hvernig farið er að við að innbyrða vörpuna og kasta henni, og hver munur er á vanalegri vörpu og frönsku vörpunni í því tilliti, en nú gengur lásunin úr og í miklu greið- ara, en byrjun, vegna endurbætts útbúnaðar.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.