Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 42

Andvari - 01.01.1933, Side 42
36 Fiskirannsóknir. Andvarí miða sá nokkurveginn, svo að vér vissum vel hvar vér vorum. Var því kastað tafarlaust niðri í álnum og dregið upp á brúnina. Þar var nógur fiskur fyrir, tvískiptur poki í fyrsta drætti og svo 1-5 skipt, en útsýnið versn- aði, svo að ekki sá lengur til miða; hefði því, undir vanalegum kringumstæðum, verið sett bauja, en nú var nokkurt hafíshrafl á sveimi í kring, svo skipstjóri þorði ekki að setja hana. Bar oss því burtu frá Hólnum, og vér fundum hann ekki aftur næstu 3 sólarhringa, þvt að ekki birti upp, en vér vorum ekki langt frá honum og aflinn var ágætur fyrir því, 18 25 pokar á dag, en veðrið var ekkert skemmtilegt, NNA-gola eða storm- strekkingur (4-6 stig) og úfinn sjór og íshrafl á víð og dreif fyrsta daginn; hiti í lofti 2,5—3,5°, með þoku- súldi og nepju, en aldrei sá til lands eða sólar. Þó var einn þessara daga (15. maí) hvítasunnudagur. Gat hann varla leiðinlegri verið! Þarna úti var svo mikið ónæði, að það var kippt inn á »Miðvíkur« eða ^Miðvíkurfjall*.1) Þar er töluvert skjól í NA átt af Straumnesi og sjór því kyrrari, en úti á Hólnum. Vorum vér þar í 2 daga og öfluðum vel (2-3- skipt oftast, 26—32 poka á dag), svo tregaðist næstu nótt og var þá aftur farið út á Hólinn, enda var nú komið bjart veður, og hann auðfundinn. Köstuðum vér þar 7 sinnum og höfðum fengið 18 poka um nónbil; var allur aflinn þá orðinn 201 poki (vel mælt) og skipið orðið hlaðið. Var þá komið nóg og haldið heim. Um aflann á þessum slóðum má taka fram, að hann var alstaðar svipaður, var það sem togaramenn nefna 1) Þessi slóð nær frá landhelgismörkum út af Rit og þaðan ca 31 sjóra. út; er þá Miðvík í Aðalvfk opin N. við Ritinn. Lengra norður kemur hraunfláki, sem stendur út í Alsbrúnina, líkt og Hóllinn, en annars ger-ólíkur honum.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.