Andvari - 01.01.1933, Page 43
Andvari
Fiskirannsóknir.
39
emu nafni »vorfisk«, þ. e. blendingur af stórum út-
hrygndum þorski, stútungi og þyrsklingi og svo »Iifrar-
lausumc ufsa, ýsu o. tl. Alls var hann 140 pokar. Á
Hólnum var fiskurinn mest þorskur og ufsi, en meira
af stútungi og þyrsklingi, þegar fjarlægðist Hólinn og
eins inni á »Miðvíkum«, ufsinn, eins og vanalega, meira
uPpi á brúnunum, þorskurinn meira niðri í djúpinu, og
slstaðar mikill fiskur. — Þorskurinn (í rýmstu merk-
•ngu) var i miklum meiri hluta. Fullorðni fiskurinn var
fremur magur og lifrarlítill, en smáfiskurinn í sæmileg-
um holdum1), en allur var hann meira eða minna troð-
>nn af augnasíli (Rhoda), og svo var einnig ufsinn
°9 karfinn og jafnvel ýsan, sem annars heldur sér, hvað
faeðuna snertir, við botninn. Á þessum slóðum hefir
verið nýgengin mikil mergð af þessu mikla nytsemdar-
kvikindi; eg leyfi mér að nefna augnasílið þannig, því
að mér verður það æ ljósara, að það hefir feikna mikil
áhrif á líf ufsa, síldar, þorsks. karfa og fleiri nytjafiska,
emkum á vorin og framan af sumri. Og það er ekkert
efamál. að hinn mikli fiskur, sem var nú þarna í Djúp-
álnum og á næstu grösum við hann (Álsbrún), var kom-
inn þangað á eftir augnasílinu. Augnasílið er enginn
stórgripur, aðeins 3 cm á lengd2), en mergðin er mikif
°9 nýgotinn, magur og innantómur fiskur, eins og ufsi,
vorgotssíld og þorskur, hefir ekki annað þarfara að gera,
en að tína upp þenna smáka, vitandi það, að kornið
fy<lir mælinn og augnasílið soltna hít. — Annars er
fcekking vor á lífsháttum þessa litla krabbadýrs þvf
*) Samkv. rannsókn Árna Friðrikssonar voru 60% af fiskinum
á 10 vetra, 6,1% 7 v., 15% 6 og 4 v., 15,2% 5 v., 2,2% 3 v. og
V"Sri, aðeins l,i% 11 v. og eldri.
2) Sbr. Árni Friðriksson: Áta íslenzkrar sfldar. Khöfn 1930,
ols. 86.