Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 48

Andvari - 01.01.1933, Page 48
44 Fiskirannsóknir. fl nduarí að ekki þarf fiskurinn að vera mjög þéttur við botninn, til þess að gefa góðan afla. — Að sjálfsögðu má á sama hátt reikna út minnsta þéttleika annara fiska, sem í vörpuna koma, ef talið er í drættinum. B. Athuganlr á Siglufirði o. fi. Þess var getið áður (bls. 20), að eg hefði dvaiið nokkura daga á Siglufirði, eftir að eg yfirgaf >Dönu* þar 1. ág. 1931 og beið eftir >Esju< til miðaftans, 6. ág. Notaði eg tímann til þess að skoða síldarbræðslustöð ríkisins, frystihús Ásgeirs Péturssonar, fiskhús Friðleifs jóhannssonar og afla mér ýmissa upplýsinga hjá honum og ]óni Jóhannssyni, yfirmatsmanni; þeir eru báðir mjög athugulir menn, sem um langt skeið hafa haft tækifæri til að veita fiskigöngum o. fl., þar í nágrenninu beggja megin Siglufjarðar, eftirtekt. Síldarbræðslustöð rikisins er mikið nýtízku-fyrirtæki, sem kunnugt er. Getur hún tekið á móti 35000 málum síldar í tvær þrær, og unnið 240 tunnur af lýsi og 440 sekki (100 kg) af mjöli á dag. — Frystihús Ásgeirs er einnig mjög myndarleg nýíízku stofnun, sem frystir síld fyrir ýmsa einstaka menn, eða félög syðra; getur það tekið 900 tn. af síld í frysti í einu og haldið frostinu á 10-12° eða meira. —• Fiskverkunarhús Friðleifs er ekki stórt, fremur en önnur þesskonar hús þar, en mjög snyrtilegur frágangur á öllu. Verkar hann, eins og títt er á Siglufirði, aðeins pressaðan, óþurkaðan >labra<, sem fluttur er í pökkum til Ítalíu og stærri fisk á sama hátt. Menn þurka ekki saltfisk á Siglufirði, heldur er fiskurinn seldur blautur, eða sendur inn um Eyjafjörð, til þurkunar, enda er veðráttan þar óhentug til salt- fisksþurkunar. 6. ág. skoðaði eg afla úr mótorbát, er hafði

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.