Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 53

Andvari - 01.01.1933, Page 53
Andvari Figkirannsóknir. 49 annar betri, og þegar þetta atriði bætist við hitt, hve allir staðhættir heima fyrir eru hentugir, þá ætti togara- ntgerð að ganga betur þar en víðast annarsstaðar, að öllu öðru jöfnu. Nú var lítið um að vera á Eyrum, þó öfluðu menn dálítið af stútungi á lóð, beitta kúfiski, eða við laust, á handfæri, úti í flóanum og frá bæjunum inn með firð- mum reru menn með lóð út í fjörðinn, hver fram undan hjá sér, og öfluðu töluvert af smáum þorski, stútungi °2 þyrsklingi, ungan fisk yfirleitt, eins og títt er á Vest- fjörðum á sumrin og haustin, og auk þess dálítið af ®aenum skarkola og smálúðu og stundum vænar sprökur. Sýndi þetta, að töluvert var um fisk í firðinum og afl- mn hefði getað verið raikils virði, ef góður markaður ^efði verið við hendina, en því er nú ekki að heilsa kér í fjörðunum, víðast hvar, á sumrin. En til búbóta setur hann verið mikils virði. — Annars hafði afli verið onnni í vor og sumar í firðinum en undanfarið og eink- um hafði steinbítsaflinn brugðist mjög, eins og víðar við ^estfirði, en steinbíturinn er sannarlega orðinn merkur þáttur í afla Vestfirðinga, sem selja hann mikið til Reykjavíkur; en þar er nú nýr, heimaveiddur steinbítur orðinn eftirspurður fiskur á sumrin, eins og líka á að vera, lafngóður fiskur og steinbítur í sæmilegum holdum er. Hér vestra lifir steinbíturinn mikið á kúfiski, sem hunnugt er, og bryður hann skeljarnar til þess að geta melt fiskinn. Stuðlar hann eflaust á þennan hátt, ásamt Ýsu og skarkola, þegar um smærri skeldýr er að ræða, að skeljasandsmynduninni úti fyrir Vestfjörðum og jafn- inni í sumum þeirra. En hafrót og straumar hjálp- ast svo að því að mylja skeljarnar enn smærra og skola þeim á land, þar sem svo stormurinn tekur við og leykir sandinum upp í hlíðar fjallanna. 4

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.