Andvari - 01.01.1933, Síða 56
52
Fiskirannsóknir.
Andvari
um fyrir ofan skriðurnar í innanverðri Siigahlíð, 8. ág.,
svo útlit er fyrir að hann verpi þar. Eg get svo bætt
viö, að ég sá af >Dönu< nokkura fýla á sillu utan tii
við Stakksnípu í Hólmsbergi fyrir utan Keflavík, 5. júlí
síðastl., og virtist svo sem þeir verptu þar; man ég ekki
að ég hafi séð fýl áður þar í berginu, enda þótt ég
hafi oft verið þar skammt frá um þetta leyti árs. —
Annars er fýllinn að smá-færa út byggðina hér við land
og annarsstaðar.
Frá Vatneyri fór eg svo heim á >Brúarfossi« 25. júlí
og kom við í Flatey, Stykkishólmi, Ólafsvík og á Sandi,
en viðstaðan var svo stutt og á síðustu stöðunum tveim-
ur á svo óhentugum tíma, að eg hafði Iítil not af því.
Þó fekk eg að heyra, að hrognkelsa afli hefði verið
sára lítili í vor er leið við Breiðafjörð, eins og alstaðar
annars hér við land, það eg hefi til spurt. Aftur á móti
var sprökuveiði töluverð í Stykkishólmi í vor, en sprak-
an var nú gengin inn í >þarana« og ekki von þess að
hún gengi út aftur, fyrri en í ágúst, sögðu menn. —
Annars hefir flyðru (spröku) veiði verið mikil við SV-
landið si'ðastliðið sumar og dettur mér í hug, hvort hin
mikla smáýsa (veturgömul), sem áður er getið, muni
kafa haft einhver áhrif á iúðugönguna í þetta sinn.
Lúðan heldur mikið upp á smáýsu, sem kunnugt er.
D. Ferðir iil Grindavikur.
Eins og eg gat um á bls. 20, hefi eg þessi ár farið
ferðir haust og vor til Grindavíkur; eg var þar 17.—23.
apríl og 17.—22. okt. 1931, 5.—11. apríl og 18.-22.
okt. og auk þess 13.—19. ág. 1932.
Aðalerindið með apríl-ferðunum var, eins og endra-
aær, að sjá aflann, sem á land kom, svona um miðja
vetrar-vertíðina, taka kvarnir til aldursákvörðunar og