Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 58

Andvari - 01.01.1933, Page 58
54 Fiskirannsóknir. Andvari róið 40 róðra, en sögðust ekki mundu hafa róið nema 10 róðra með gamla laginu, því að vertíðin hafði verið stormasöm í meira lagi, þó að brim væru lítil. Af þvt sem eg áður sagði um hlutarupphæðina 1932 sést bezt, hve mikill fiskur getur borist þar á land nú, móts við það sem áður var, þegar um 1870 3—4 hndr. (stór) þótti góður hlutur, en sumar vertíðir losaði hann ekki 1 hndr. og dæmi voru þess, að fengsælir formenn fengu ekki nema 60 fiska hlut. Þá voru aðeins brúkuð handfæri og ljósabeita eða gota til beitu. í skýrslu minni 1925—26 hefi ég (bls. 54—55) skýrt stuttlega frá haustafla í Grindavík og bent á, hve mikil mergð hlyti að vera af uppvaxandi fiski með útströnd- um Suðurkjálkans og austur með, allt til Dyrhólaeyjar. Þegar ég var þarna í sumar, reru nokkurir bátar með handfæri og fengu 13—30 í hlut af þyrsklingi og stút- ungi (45 — 60 cm), með melt sandsíli í maga, og enn smærri þyrskling (veturg.—tvævetran) fá menn stundum inni í þörunum. Svo fengu þeir og nokkurar flyðrur, sem lögðu sig sérstaklega eftir þeirri veiði (með stór- önglalóð). Við lendingarnar, þar sem all-mikið hefir borist í sjó- inn af fiskúrgangi, safnast töluvert af smáufsa á 1. og 2. vetri, en vegna aðgrynnis hefir ekki borið mikið á hinum eldri, fyrri en nú í Járngerðarstaðahverfinu, síðan bryggjan kom þar og aðdýpi hefir vaxið. Safnast þar nú með hásjávuðu mergð af veturgömlum og strjálingur af tvævetrum ufsa, sem er mjög matlystugur og bítur ört á krókinn til mikiliar ánægju fyrir yngstu fiskimenn hverfisins, sem fjölmenna þar, þegar bezt hentar, og færa heimili sínu marga ijúffenga máltíð, þegar lítið er kannske annars um nýja soðningu. í ungdæmi mínu urðum vér smádrengir að láta oss nægja með ársseiðin,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.