Andvari - 01.01.1933, Síða 60
56
Fiskirannsdfenir.
Aadvari
Jendingabóta, en bílvegurinn, sem eg gat um í áður-
nefndri skýrslu, að verið væri að leggja milli Járngerð-
arstaða- og Staðarhverfis, er nú fullgerður yfir hraunil
og vel bílfært það sem eftir er út í hverfið.
Meðan eg dvaldi í Grindavík i sumar er leið, bau2
Einar kauprnaður, bræðrungur minn, í Garðhúsum mér
með sér til Keflavíkur, til þess að sjá hina nýju bryggju-
gerð á Vatnsnesi við Keflavík og önnur mannvirki af
því tæi í Keflavík og Njarðvíkum, en sjálfur hefir hann
staðið fyrir bryggjugerðinni heima hjá sér. Keflvíkingar
hafa lagt eigi lítið fé í bryggjur hin síðari árin, fyrst í
»Ytri-Gróf« úti undir »Berginu« (Hólmsbergi), þar sem
eiginl. eru tvær bryggjur, er áttu að verða einskonar
þurradokk, þar sem gera mætti við og hreinsa mótor-
báta, en tókst ekki. Svo kom ný bryggja framundaa
Duus-húsunum gömlu. Hefir hún lengi verið aðalbryggj-
an. Nýlega hefir verið gerð enn ein bryggja þar sem
heitir í Vatnsnesbás, syðst í víkinni. Við þá bryggju geta
mótorbátar athafnað sig með lágsjávuðu, en ekki við
hinar, sökum aðgrynnis, og því siður geta stórskip lagst
að þeim; hefir því hingað til öll ferming og afferming
stórskipa orðið að fara fram á >uppskipunarskipum«, en
jafnan gengið skrykkjótt, vegna þess, hve skipalægi er
illt á Keflavik, og hefir það eðlilega verið mjög baga-
legt, síðan fiskveiðarnar jukust þar svo mikið, sem orðið
er. Að gera lokaða höfn í Keflavik yrði afskaplega dýrt,
vegna þess, hve dýpi er þar mikið skammt frá landi,
En bæði fyrir utan vikina, undir Hólmsbergi, og fyrir
innan hana, við Vatnsnes, er svo aðdjúpt, að stærstu
tekur viÖ. Hinn löggilti verzlunarstaöur er við ]árngerðarstaðavík,
þar sem kongsverzlunin var um eitt skeið og nú er það hann,
sem er að fá nafnið Grindavík (sbr. Skagaströnd).