Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 66

Andvari - 01.01.1933, Page 66
62 Fiskirannsóknir. Andvan Hákot (í Njarðvíkum)), en þeir fáu útvöldu, sem kynnt- ust þeim, voru ekkert að fást um það, þótti víst heldur mannsbragur að því, að geta verið dálítið danskur t máli á þeim sviðum, og er ekki laust við að enn eimt eftir af því, þegar á sjóinn kemur. Hin gömlu sjókort voru smámsaman gefin út á ný, endurbætt að ýmsu leyti, eftir því sem þekkingin óx við auknar mælingar og siglingar, og einnig að því er snerti nöfnin; rétt stafsett íslenzk orð komu í stað hinna gömlu afskræma, eða samhliða þeim. Á þessu kom þó fyrst veruleg bót upp úr hinum miklu sjómælingum, er gerð- ar voru hér í kringum síðustu aldamót. Kortin voru mörg alveg gefin út á ný, með fjölda dýpistalna og merkja fyrir ýmiskonar botnlag og nöfnin mikið til á góðri ís- lenzku yfirleitt. Voru kortin hin prýðilegustu, en höfðu þó ýmsa galla, frá íslenzku sjónarmiði skoðað. Af nöfn- um á ýmsum alþekktum sjósvæðum (fiskislóðum) var fátt (af því að þau voru aðallega siglinga-, en ekki fiskikort), vantaði t. d, nafnið Selvogsgrunn, eða eins og fiskimenn vorir ávallt nefna það: Selvogsbanki 0. eða ný nöfn í stað gamalla, eins og Faxaflóadjúp í staðinn fyrir Jökul- djúp, auk þess sem mörg örnefni (nöfn á eyjum, klett- um o. fl.) eru skökk eða að öðru athugaverð, og má ielja það vora sök, að hinum útlendu mönnum hafa ekki ætíð verið gefnar eins góðar upplýsingar og skyldi. Loksins er sá galli á þessum kortum, að allar skýringar og leiðbeiningar á þeim eru á dönsku, sem ísl. sjó- menn skilja ekki allir sem bezt. Enda þótt þetta málefni snerti ekki rannsóknir mínar 1) Sumir amast við orðinu „ban!ú“ í merkingunni auðug fiski- slóð, sem að vísu er útlent, en ekki útlendara en banki í hinni merk- ingunni, sem enginn amast við, þegar fé er að fá úr honum. Grunn er ekki ávallt sama og góð fiskislóð.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.