Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 71

Andvari - 01.01.1933, Page 71
Andvari Á Arnarvatnsheiði. 67 eru Kjarrardalur, Hellistungur og norður á Holtavörðu- heiði. Þessi víðáttumiklu heiðalönd eru meðal mestu og hsztu afrétta þessa lands. Hinn forni þjóðvegur frá Kalmanstungu um Arnarvatnsheiði vav fullir tveir lestar- áfangar milli byggða. Um Réttarvatn voru og eru sýslu- werkin. Þangað er 10-11 stunda ferð frá Kalmans- fungu, þegar klyfjagangur er farinn. Á allri þessari leið er vegur grýttur og seinfarinn, nema að eins fyrsta spöl- 5nn frá Kalmanstungu og fram með Strútnum norðan megin; þar eru greiðfærar harðvellisgrundir. Þétt við Veginn til hægri handar er Strúturinn, en Hallmundar- hraun til vinstri handar. Þegar kemur móts við Strúts- hollinn, verður hrein og tær kaldavermslislind á vegin- nnii sem heitir Brunnar. Þar beygist vegurinn norður í Hallmundarhraun. í hrauninu nokkrum spöl norður af Strútnum, til hægri handar við þjóðveginn, þegar norður er farið, er hinn víðfrægi Surtshellir. Eru þar kallaðar Hellisfitjar eða öðru nafni Fugleyrar, þar sem vegurinn f'Sgur norður um hraunið. Er þar nokkurt jarðlag með hlettum, en gróðursæld lítil. — Norðlingafljót fellur þar fram norðan megin við hraunið, og liggur vegurinn lengi fram með því sunnan megin. Heitir þar Fremri-Fugl- eVrar. Þar í hraunjaðri þétt við veginn er hin nafn- hennda Vopnalág, þar sem munnmælin segja, að Hellis- rr'enn hafi verið fundnir sofandi og eltir og drepnir víðs vegar. Vopnalág er skeifumynduð dæld, rennislétt í ^otn, með brekkur á báðar hendur. Þegar riðið er inn f hana af veginum og farið um lágina endilanga, kemur toaður aftur á veginn næstum í sama stað og inn var farið, vegurinn að eins nokkrir faðmar milli lautarmynn- anna. Baeði af nafni þessarar lágar og hinni fornu sögu, sem við hana er kennd, og eins fyrir það, hvað hún er fáséð að lögun, þykir þeim mönnum, sem

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.