Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 75

Andvari - 01.01.1933, Page 75
' Andvari Á Arnarvafnsheiði. 71 á riðin til hrygningar. Þekktu hinir vönu veiðimenn bessa hrygningarstaði og stungu þar á vakir með sínum ^roddlöngu klofastöfum, er þeir gengu ætíð við í slík- um veiðiförum. Með tvíkrókuðum dorgarönglum kræktu nienn silunginn upp. Aldrei var öngull beittur hér við i>á veiði. Ekki var nema einstöku maður leikinn í þess- ari veiðiaðferð. Hinir voru fleiri, sem fórst hún óhöndu- iega og báru Iítið úr býtum. Það var Iíka kalt verk, og ekki fyrir neina aukvisa, að liggja á ísum um daga og i'SSja í kofa á nóttum uppi á reginheiðum. Þannig löguð veiði var stunduð á Arnarvatnsheiði frá því í fornöld. Þar leituðu líka sekir menn bæði griðastaðar og mat- fanga. Má þar til nefna Grím, son Helgu á Kroppi, sem Laxdæla segir frá, og Gretti Ásmundsson. Grettisskáli t>lasir við af Svartarhæð, norðan megin við austasta ^luta Arnarvatns. Þar sér vel til skálatóftar Grettis á íitlum hóli, og gengur þar tangi fram í vatnið. Norðan skálatóffina er klettur, sem heitir Grettishöfði. Þar |>afa menn hugsað sér að orustan hafi staðið milli Þóris 1 Garði og Grettis, en um það er ekkert unnt að fullyrða, tví að ekki er því lýst svo nákvæmlega í Grettissögu. ^eiri líkur sýnast til þess, að sú orusta hafi verið á Svartarhæð, sunnan megin við vatnið gegnt Grettisskála. Þar á holti einu eru dysjar á víð og dreif, með stuttu oiillibili. Dysjarnar eru níu alls, sem ég hefi talið þar. Varla <8r það að efa, að þar séu vopnbitnir menn heygðir. Engar sögur tala þar um aðrar orustur en þessa einu, •nilli Þóris í Garði og liðsmanna hans annars vegar, og Qrettis og Hallmundar hins vegar. Þetta er einn meðal ^inna merkilegu staða á þessum slóðum, sem ekki hafa vcrið rannsakaðir til hlítar. Um hásumar hafa flóttamenn vel getað fleytt frara lffi sínu þarna, án þess að fara ránshendi um eigur

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.