Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 80

Andvari - 01.01.1933, Side 80
76 Á Arnarvatnsheiði. Andvari leik að Gilsbakka utn nóftina. Þetia er sú eina slysa- saga, sem ég veit um frá Arnarvatnsheiði. Þeirri för réð heift, en ekki hyggindi. Eg vildi sýna fram á, að hér sé um að ræða land., þar sem náttúrán er dularfull, þögul og iignarleg, en um leið Ijúf og laðandi. Þó skiptir það mestu máli, að hún er gagnauðug. í því sambandi er vert að minnast landkostanna, sem bezt má dæma eftir þeim miklu breytingum, sem fénaðurinn tekur þar frá vori til hausts. Þessi litlu lömb, sum þriggja og fjögra vikna, neyta allrar orku til þess að fylgja mæðrum sínum þessa iöngu leið, geta í góðum árum haft allt að 40 punda kroppa, og stundum þar yfir, eftir 10—11 vikna sum- arsælu í þessum háfjallahögum. Ekki telja ærnar heldur á sig sporin, þótt löng sé leiðin, að leita æskustöðvanna, sem þeim gengur vanalega auðveldlega að finna. Átt- hagatryggð bæði hesta og kinda er eftirbreytnisverð. Nálægt 1880 keyptu Hálssveitungar og Reykdælingar allt það land, sem tilheyrði Kalmanstungu, af þeim heið- um, sem hér er Iýst. Var það Stefán Ólafsson bóndi í Kalmanstungu, sem seldi landið. Kaupverðið var 3000 krónur. Fyrir hönd bænda í þessum hreppum þótti þetta happaráð, en lítt var Stefán lofaður af sveitung- um sínum fyrir sölu heiðarlandsins. Þeir kviðu meira ágangi eftir en áður, sem ekki var lieldur ástæðulaust. Nú hefir gaddavírsgirðing milli heiðar- og heimalanda, fyrir löngu verið sett til varnar því, að fjallafé komist í bú- fjárhaga, sunnan megin. Aftur á móti kemst það óhindr- að til Húnvetninga, og er það næstum eini kunnings- skapurinn á milli Húnvetninga og Borgfirðinga, sem stendur í sambandi við sauðkindurnar okkar. Eru það leitarmenn, gangnamenn á Norðlendingamáli, sem mæla sér mót á landamærum héraðanna í haustleitum. Á

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.